Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

265. fundur 17. apríl 2023 kl. 17:00 - 19:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Okkar Akranes - Opin svæði 2023

2301256

Niðurstaða íbúakosninga á Okkar Akranes um "Opin og græn svæði" kynnt ásamt kostnaðaráætlun á þeim tillögum sem voru í sex efstu sætunum.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar undirtektum íbúa í kosningunni og samþykkir að ráðist verði í framkvæmd á þeim hugmyndum sem fengu flest atkvæði í íbúakosningunni.

Send verður út fréttatilkynning varðandi vinnutilhögun þeirra hugmynda sem urðu í sex efstu sætunum í kosningunni.

Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri vék af fundi eftir þennan fundarlið.

2.Jaðarsbakkar - viðhald sundlaugar 2023

2304041

Minnisblað vegna gúmmíhella í kringum sundlaug og potta lagt fyrir.
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra að ganga frá samkomulagi við Krummu ehf. um útskiptingu gallaðra gúmmíhellna ásamt því að útvega nýjar á önnur svæði við sundlaugina á Jaðarsbökkum.

3.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Djúpgámar við Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra og Alfreð Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldahúss að finna nýjum djúpgámum stað við Grundaskóla í samstarfi við stjórnendur skólans.

4.Grundasel sólskáli

2302117

Umsókn um stækkun á sólskála við Grundasel.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að byggingarleyfi fyrir Lerkigrund 9 verði genndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Lerkigrund 5 og 7, Espigrund 8 og 15 og Einigrund 36.

5.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Útfærsla á aðgengi í sal vegna endurnýjunar 1. hæðar í Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra og Alfreð Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldahúss fyrir góða kynningu. Ráðið leggur áherslu á að aðgengi fyrir alla sé tryggt og tekur jákvætt í hugmyndir um lyftu við sal skólans sem tryggir flæði betur en rampur. Útfærsla verði unnin í samráði við skólastjórnendur.

Ásbjörn og Alfreð viku af fundi eftir þennan fundarlið.

6.Hverfisskipulag

2304054

Kynning skipulagsfulltrúa á Hverfisskipulagi vegna stefnu Aðalskipulags Akraness 2021-2032 í tengslum við þéttingu byggðar og verndun bæjarmyndar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa fyrir greinargóða kynningu og felur henni frekari vinnslu málsins og öflun gagna til undirbúnings að gerð hverfisskipulags fyrir ódeiliskipulögð hverfi innan Akraneskaupstaðar.

7.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Kynningarfundur var haldinn 13. april síðastliðinn að Dalbraut 4, vegna breytinga á deiliskipulagi Breiðarsvæðis.
Fundargerð kynningarfundar lögð fram.

8.Skólabraut 18 - umsókn um byggingarleyfi

2303153

Kynning nýrra gagna sem bárust skipulagsfulltrúa, dags. 30.3.2023 verkteikningar, grenndarkynning, varðveislugildi húss dags. 14.4.2023. Umsögn Minjastofnunar frá því í febrúar 2023 fylgir með.
Skólabraut 18 var byggt árið 1924 og fellur undir þau hús/mannvirki sem eru umsagnarskyld hjá Minjastofnun Íslands vegna þess að það er byggt fyrir 1940. Skipulags- og umhverfisráð átelur framgang málsins harðlega, en hafist var handa við klæðningu hússins og uppsetningu svala áður málið fór í grenndarkynningu. Þarna er því um óleyfisframkvæmd að ræða. Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir við verkið 22. mars sl.

Farið var yfir álit Minjastofnunar dags. 24. febrúar, við fyrirspurn eiganda vegna fyrirhugaðra breytinga á Skólabraut 18. Minjastofnun lagði til að vönduð múrviðgerð samræmdist betur yfirbragði og byggingarstíl hússins en bárujárnsklæðning. Í svarinu kemur einnig fram að stofnunin leggist ekki gegn því að húsið verði klætt með standandi bárujárnsklæðningu, en sú aðferð kalli á að mjög sé vandað við frágang glugga, hurða, þakkants o.fl. og vísaði til leiðbeiningarrits húsafriðunarnefndar.

Það er mat skipulags- og umhverfissráðs að viðhald og lagfæringar gamalla húsa hafi almennt jákvæð áhrif umhverfið og bæjarmynd Akraneskaupstaðar. Ráðið leggur til að deiliskipulagsbreytingar að Skólabraut 18 verði genndarkynntar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Merkurteig 1 og 4 og Skólabraut 13, 14, 15-17, 19 og 20.

Valgarður Lyngdal Jónsson vék af fundi undir þessum fundarlið.

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00