Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)
2104149
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fór yfir tilboð í framkvæmdir á grunnskólalóðum.
Eitt tilboð barst frá Bergþór ehf. kr. 50.891.700,-
Kostnaðaráætlun var kr. 29.295.800,-
Eitt tilboð barst frá Bergþór ehf. kr. 50.891.700,-
Kostnaðaráætlun var kr. 29.295.800,-
Skipulags- og umhverfisráð hafnar tilboði frá Bergþór ehf. í framkvæmdir á grunnskólalóðum. Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.
2.Jaðarsbakkar - viðhald sundlaugar 2023
2304041
Minnisblað vegna lagfæringar á sundlaugarkari lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásbirni fyrir greinargóða kynningu og felur honum að klára útfærslu vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og undirbúa framkvæmdir sumarið 2024.
3.Flóahverfi - gatnagerð
2104080
Farið yfir tilboð í gatnagerð í Flóahverfi.
Tvö tilboð bárust í verkið:
Borgarverk ehf. kr. 826.040.942,-
Þróttur ehf. kr. 835.738.899,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 1.026.000.000,-
Tvö tilboð bárust í verkið:
Borgarverk ehf. kr. 826.040.942,-
Þróttur ehf. kr. 835.738.899,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 1.026.000.000,-
Skipulags- og umhverfisráð felur Lárusi Ársælssyni umhverfisstjóra að yfirfara tilboðin í samvinnu við Veitur.
4.Jörundarholt 15 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning
2304131
Umsókn um byggingarleyfi fyrir Jörundarholt 15, lóðin er á ódeilskipulögðu svæði. Sótt um tengibyggingu milli einbýlishúss og bílskúrs við Jörundarholt 15, stækkun 7,1 m².
Umsóknin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. mars til 20. apríl 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Jörundarholts 13,11,17.
Engar athugasemdir bárust, en eigendur Jörundarholts 11 og 13 sendu inn samþykki fyrir framkvæmdunum.
Umsóknin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. mars til 20. apríl 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Jörundarholts 13,11,17.
Engar athugasemdir bárust, en eigendur Jörundarholts 11 og 13 sendu inn samþykki fyrir framkvæmdunum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni skal lóðarhafi bera.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni skal lóðarhafi bera.
5.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting
2207007
Umsókn Múrverk RG ehf. um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis, lóðina Bárugötu 15. Í tillögunni felst að breyta húsnæði að hluta til í fjölbýlishús með 8 íbúðum, húsið verður hækkað í fjórar hæðir. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,6.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæði - Bárugötu 15, verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Reynigrund 45 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning
2304130
Umsókn Benedikts Ö. Eymarssonar varðandi Reynigrund 45, en lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að stækka húsið á tveimur stöðum, anddyri og baðherbergi um 16,4 m² nýtingarhlutfall fer úr 0,29 í 0,31. Einnig er sótt um breytingu á útliti húss þar sem klæða á hluta hússins með sléttri álklæðningu, ásamt því að bæta við opnanlegum fögum á norðaustur hlið hússins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að umsóknin verði grenndarkynnt, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 1, 3, 5, 42, 43, 44, 46 og 47.
7.Kalmansvellir 4b - umsókn til skipulagsfulltrúa
2210031
Umsókn ISH ehf um breytingar á skipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að skilgreina byggingarreit fyrir 600 m² atvinnuhúsnæði, nýtingarhlufall helst óbreytt. Sex bílastæðum verður komið fyrir á innan lóðar eða 1 bílastæði á 100 m², aðkoma að lóð helst óbreytt. Hámarkshæð nýbyggingar verður 8,0
m.
m.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa vegna fjarlægðar byggingarreits frá lóðarmörkum.
8.Deiliskipulag Suðurgata 22 - Nýtt
2211144
Umsókn Þóru Emilíu Ármannssdóttur f.h. eiganda fyrir Suðurgötu 22 um nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22. Sótt er byggingu íbúðarhús á tveimur hæðum ásamt rishæð. Hámarksfjöldi íbúða verði 4 íbúðir, nýtingarhlutfall lóðar verði 0,75. Heildar byggingarmagn á lóð verði 420 m² og hámarkshæð húss verði 9,0 m. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðar eða eitt bílastæði á íbúð.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda vinnslu málsins áfram.
9.Vegagerðin 2023
2304047
Minnisblað um vegamál á Akranesi til Vegagerðarinnar lagt fram vegna forgangsröðunar í samgönguáætlun fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað til Vegagerðarinnar.
10.Deiliskipulag Jaðarsbakkar
2304154
Drög að skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á Jaðarsbökkum lögð fram til kynningar.
Drög að skipulagslýsingu lögð fram.
11.Grenndargámar á safnasvæði
2304057
Á fundi sínum 17.04.2023 var eftirfarandi bókun skráð í Menningar- og safnanefnd: "Menningar- og safnanefnd telur staðsetningu grenndargáma við safnasvæðið geta skaðað ímynd svæðisins og telur æskilegt að finna þeim nýjan stað. Mikilvægt er að hugað sé að örari tæmingu gámanna á meðan þeir eru staðsettir á safnasvæðinu til að gæta að ásýnd svæðisins. Menningar- og safnanefnd vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði. Samþykkt 5:0"
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að núverandi staðsetningar grenndarstöðva eru til reynslu og er endanlegum frágangi grenndarstöðva ólokið. Hugað verður að örari tæmingu grenndarstöðvarinnar og felur skipulags- og umhverfisráð Lárusi Ársælssyni umhverfisstjóra að skoða staðsetningar fyrir grenndarstöðvar.
Fundi slitið - kl. 21:30.