Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026
2206003
Breyting á skipan skipulags- og umhverfisráðs lögð fram.
Lagt fram.
2.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar
2006228
Landmótun kynnir frumhönnun lóðar við Jaðarsbakka.
Kynning.
3.Götulýsing - samningur um rekstur og viðhald
2211043
Tilboð í þjónustu við götulýsingu lögð fram.
Eftirfarandi aðilar skiluðu inn tilboðum:
Rafall ehf, kr. 46.590.867
Ljósvistar ehf, kr. 29.975.880
Vogir og lagnir ehf, kr. 47.990.321
Bergraf ehf, kr. 33.975.733
Kostnaðaráætlun var kr. 35.775.100
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Rafall ehf, kr. 46.590.867
Ljósvistar ehf, kr. 29.975.880
Vogir og lagnir ehf, kr. 47.990.321
Bergraf ehf, kr. 33.975.733
Kostnaðaráætlun var kr. 35.775.100
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
4.Gróður -Okkar Akranes - Opin svæði 2023
2305049
Fyrirhuguð gróðursetning í tengslum við Okkar Akranes kynnt.
Skipulags- og umhverfissvið þakkar Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra fyrir góða kynningu og samþykkir tillögur hans varðandi gróðursetningu í tenglsum við Okkar Akranes.
5.Kirkjubraut endurgerð
2210065
Farið yfir hönnunargögn frá Landmótun vegna endurgerð Kirkjubrautar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu og felur skipulagsfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu.
6.Lækjarflói 16-18 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2302127
Umsókn Merkjaklappar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis. Stótt er um að sameina lóðir Lækjarflóa 16 og 18 og að sameina byggingarreit. Nýtingarhlutfall fer úr 0,35 í 0,36.
Deiliskipulagsbreyting var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. fyrir lóðarhöfum Lækjarflóa nr. 10A og 20, Nesflóa 2, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Deiliskipulagsbreyting var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. fyrir lóðarhöfum Lækjarflóa nr. 10A og 20, Nesflóa 2, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulasbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
7.Þjóðvegur 13A - umsókn til skipulagsfulltrúa
2303183
Umsókn Björgvins Sævars Matthíassonar um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis, Þjóðvegi 13-15. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit í suðaustur um fjóra metra. Annað er óbreytt.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Þjóðveg 13 og Akrurprýði 7, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Eitt samþykki barst.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Þjóðveg 13 og Akrurprýði 7, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulasbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
8.Vesturgata 102 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2302121
Umsókn lóðarhafa Vesturgötu 102 um að breyta deiliskipulagi Stofnanareits. Sótt er um að stækka byggingarreit bílskúrs bæði í norðvestur og norðaustur. Jafnframt færist byggingarreitur frá lóðamörkum suðaustur.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 105,109,111 og Merkigerði 2,4, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023.
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 105,109,111 og Merkigerði 2,4, grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulagsbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem felst í deiliskipulagsbreytingu er á höndum lóðarhafa.
Allur kostnaður sem felst í deiliskipulagsbreytingu er á höndum lóðarhafa.
9.Deiliskipulag Suðurgata 22
2211144
Umsókn Þóru Emilíu Ármannssdóttur, f.h. eiganda Suðurgötu 22, um nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22. Sótt er byggingu íbúðarhúss á tveimur hæðum ásamt rishæð. Hámarksfjöldi íbúða verði 4 íbúðir, nýtingarhlutfall lóðar verði 0,75. Heildarbyggingarmagn á lóð verði 420 m² og hámarkshæð húss verði 9,0 m. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðar eða eitt bílastæði á íbúð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verður kynningarfundur og vinnslutillaga deiliskipulags Suðurgötu 22 verði kynnt fyrir íbúum.
10.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir
2301147
Í drög að deiliskipulagsramma Smiðjuvalla, í aðalskipulagi Akraness 2021-2033 voru Smiðjuvellir skilgreindir sem þróunarsvæði C með því markmiði að þar verði skoðaðir möguleikar á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Í deiliskipulagsramma eru skilgreindir möguleikar á blandaðri notkun, íbúðabyggð og atvinnustarfsemi þannig unnt verði að vinna deiliskipulag einstakra reita.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur og vinnslutillaga deiliskipulags Smiðjuvalla verði kynnt fyrir íbúum.
11.Aðalskipulag breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir
2301057
Í breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 eru Smiðjuvellir skilgreindir sem þróunarsvæði C með því markmiði að þar verði skoðaðir möguleikar á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Breytingin nær til 2,4 hektara svæði sem afmarkað verður sem íbúðabyggð og athafnasvæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur og vinnslutillaga aðalskipulags Smiðjuvalla verði kynnt fyrir íbúum.
12.Deiliskipulag Smiðjuvellir 12-22 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2210185
Umsókn Smiðjuvalla ehf. unnin af ASK arkitektum um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Breytinginn felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin. Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara með allt að 23.350 fm með nýtingarhlutfall 1,65.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði almennur kynningarfundur og vinnslutillaga breytingar á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22 verði kynnt fyrir íbúum.
Ragnar B. Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu á þessum fundarlið og vék af fundi eftir þennan fundarlið.
Ragnar B. Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu á þessum fundarlið og vék af fundi eftir þennan fundarlið.
13.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar
2305045
Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og endurskoðun deiliskipulags Jaðarsbakka. Breytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu á miðstöð lýðheilsu á svæðinu, t.d. uppbyggingu hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess sem möguleiki er á þéttingu byggðar. Lögð verður áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tenginu við sjóinn og Langasand Breytingin tekur til 17,5 hektara svæðis og landnotkunarreita HV-201, OP-202, íB-203, ÍÞ- 206 og AF-207.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir kom inn á fundinn undir þessum fundarlið.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir kom inn á fundinn undir þessum fundarlið.
14.Deiliskipulag Jaðarsbakka
2304154
Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á deiliskipulagi Jaðarsbakka. Breytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á miðstöð lýðheilsu á svæðinu, t.d. uppbyggingar hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess sem möguleiki er á þéttingu byggðar. Lögð verður áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tenginu við sjóinn og Langasand. Breytingin tekur til 17,5 hektara svæðis og landnotkunarreita HV-201, OP-202, íB-203, ÍÞ- 206 og AF-207.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
Fundi slitið - kl. 20:45.