Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Málmaendurvinnslan ehf. - kynning
2306096
Kynning á starfsemi Málmendurvinnslunnar ehf.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Högna Auðunssyni fyrir áhugavert erindi.
2.Deiliskipulag Suðurgata 22 - Nýtt
2211144
Umsókn Þóru Emilíu Ármannssdóttur, f.h. eiganda Suðurgötu 22, um nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22. Sótt er byggingu íbúðarhúss á tveimur hæðum ásamt rishæð. Hámarksfjöldi íbúða verði 4 íbúðir, nýtingarhlutfall lóðar verði 0,75. Heildarbyggingarmagn á lóð verði 420 m² og hámarkshæð húss verði 9,0 m. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðar eða eitt bílastæði á íbúð.
Umsóknin var auglýst og kynnt á kynningarfundi 8. júní síðastliðinn. Umsagnir bárust um vinnslutillögu.
Umsóknin var auglýst og kynnt á kynningarfundi 8. júní síðastliðinn. Umsagnir bárust um vinnslutillögu.
Fundargerð kynningarfundar lögð fram ásamt umsögnum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
3.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði
2201071
Lokaskýrsla stýrihóps lögð fram ásamt fundagerðum.
Skýrsla starfsshóps lögð fram. Skipulags- og umhverfisráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.
4.Suðurgata 126 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2303092
Umsókn S126 ehf. um breyting á deiliskipulagi sementsreits vegna lóðar Suðurgötu 126. Sótt er um breytta notkun húss úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði, skilgreindur verður byggingarreitur undir mannvirki á lóðinni og breyting á útliti húss bílskúrshurð tekin út á norðausturhlið og gluggi settur í staðinn, aðrar hliðar haldast óbreyttar.
Skipulags- og umhverfiráð tekur jákvætt í erindið en óskað er eftir fullnægjandi gögnum. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 19:00.