Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

270. fundur 03. júlí 2023 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Kynning á drögum að heildarstefnu Akraneskaupstaðar.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fór yfir greinargerð um stefnumótun Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða vinnu og Valdísi fyrir greinargóða kynningu.

2.Æðaroddi 42 og 44 - lóðamál

2204141

Samningur um afnot beitarlands á Æðarodda milli Akraneskaupstaðar og Hestamannafélagsins Dreyra kynntur.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra að ganga frá samningi við Hestamannafélagið Dreyra um afnot beitarlands á Æðarodda.

3.Lóðarleigusamningar endurnýjun

2305247

Farið yfir lóðarleigusamninga á svæðum sem á að endurskipuleggja.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi verði samþykkt vegna svæða þar endurskipulagning er fyrirhuguð.

4.Lækjarflói 2 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2306157

Fyrirspurn Merkjaklappar ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Flóahverfis um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,35 í 0,506.
Skipulags- og umhverfsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram.

5.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - norðurhluti

2207011

Drög að tillögu deiliskipulags Dalbrautarreits - norðurhluta kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

6.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna lóðar Bárugötu 15 var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 11. maí til og með 22. júní 2023. Engar athugasemdir bárust.
Eftir er að ganga frá samningi vegna innviðagjalds við lóðarhafa. Málið verður tekið fyrir að nýju eftir að undirritun samningsins liggur fyrir hjá lóðarhafa.

7.Suðurgata 126 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2303092

Umsókn S126 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðar Suðurgötu 126. Sótt er um breytta notkun húss úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði, skilgreindur verður byggingarreitur undir mannvirki á lóðinni og breyting á útliti húss. Bílskúrshurð tekin út á norðausturhlið og gluggi settur í staðinn, aðrar hliðar haldast óbreyttar. Skilgreindur byggingarreitur C, heimild að byggja 77fm skv. núgildandi skipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Sementsbrautar 15, Suðurgötu 124 og 122, Skagabraut 24 og Jaðarsbraut 3.

8.Deiliskipulag Akraneshöfn

2306198

Kynning á fyllingu við Akraneshöfn samanber Aðalskipulag Akraness 2021-2033, kafli 3.21.1 "Lokið skal gerð deiliskipulags hafnarsvæðisins. Höfn og athafnasvæði fyrir hafnsækna starfsemi, fiskiðnað og aðra athafnastarfsemi. Gert er ráð fyrir lengingu hafnarkants og um 6 ha. landfyllingu sunnan núv. sjóvarnargarðs. Lenging sjóvarnargarðs er með fyrirvara um að gerð verði athugun á áhrifum hennar á sandflutninga og sandbúskap Langasands. Hluti svæðisins er innan þróunarsvæðis A og breytingar hugsanlegar sbr. kafla 3.21.1."
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að koma af stað endurskoðun á deiliskipulagi Akraneshafnar.

9.Brú hses - Stofnframlag vegna sex íbúða kjarna 2023 (Tjarnarskógar 15)

2303217

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs á fundi sínum þann 15. júní sl. Málið komi síðan að nýju fyrir bæjarráð.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fór yfir lóðamál er varðar íbúðakjarna í Skógarhverfi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að íbúðakjarni verði færður að Skógarlundi 40 með smávægilegri breytingu á skipulagi. Að öðru leyti er málinu vísað til bæjarráðs.

10.Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar.

2202110

Tilboð í niðurrif fjögurra eigna, Dalbrautar 8, Dalbrautar 10, Suðurgötu 108 og Suðurgötu 124 kynnt.

Fjögur tilboð bárust í verkið (með vsk):



Heflun kr. 112.935.000

Neshamar ehf. kr. 83.026.960

A.B.L. Tak kr. 75.456.240

Urð og grjót ehf. kr. 69.790.000



Kostnaðaráætlun er kr. 60.000.000 m.vsk.





Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni að semja við lægstbjóðanda, Urð og grjót ehf, með fyrirvara um að þeir uppfylli kröfur.

11.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Tillaga hönnuðar að lausn aðgengis fyrir hreyfihamlaða utanhúss.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fór yfir tillögu hönnuða vegna aðgengis hreyfihamlaða utanhúss.

Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni frekari vinnslu málsins.

12.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Minnisblað eftir skoðun á kennslueldhúsi lagt fyrir.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fór yfir minnisblað um kennslueldhús á 1. hæð Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að kennslueldhús verði hluti af 1. áfanga framkvæmdar vegna endurbóta á 1. hæð Brekkubæjarskóla.

13.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi

2304021

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. mars sl. að stofna starfshóp til að meta stöðuna og vinna tillögur að mögulegum lausnum í húsnæðismálum leikskóla á Akranesi. Hópnum var falið að gera þarfagreiningu á stöðunni í dag og leggja fram áfangaskiptar tillögur að lausnum til lengri og skemmri tíma.



Starfshópurinn hefur lokið vinnu sinni og skilað inn minnisblaði með tillögum o.fl.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra, greinargóða kynningu og hópnum fyrir vel unnin störf.

14.Flóahverfi norður - útboð á gatnagerð

2305047

Verðkönnun á eftirliti með framkvæmd á gatnagerð í Flóahverfi.
Eftirfarandi þrjú tilboð bárust (með vsk):

VSÓ kr. 22.654.800
Efla kr. 17.273.200
Verkís kr. 16.405.200

Skipulags- og umhverfisráð felur Lárusi Ársælssyni umhverfisstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

15.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Framlenging á samningi Terru um sorphirðu og rekstur Gámu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlengingu á samningi um sorphirðu og rekstur Gámu til 31.3.2024.

16.Flóahverfi - Framkvæmdaleyfi

2307008

Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna gatnagerðar í hluta Flóahverfis ásamt tilheyrandi veitum og yfirborðsmótun í samræmi við deiliskipulag áfanganna (samþykkt bæjarstjórn 14. mars 2023).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Flóahverfi, skv. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00