Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

271. fundur 17. júlí 2023 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Kirkjubraut endurgerð

2210065

Lárus Ársælsson umhverfisstjóri og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fóru yfir frumhönnun vegna endurgerðar Kirkjubrautar, Kalmansbrautar og vesturhluta Esjubrautar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu. Næstu skref verði að kynna ofangreinda hönnun fyrir hagsmunaaðilum þ.m.t. Veitum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og íbúum. Stefnt verði að því að bjóða verkið út sem heild á árinu 2024. Verkið verði síðan unnið á árunum 2025, 2026 og 2027.

2.Aðalskipulag Akraness breyting - Garðaflói

2303034

Skipulagslýsing Garðaflóa fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag í Garðaflóa. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 14.04.2023.

Fimm umsagnir bárust.
Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir um lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins.

3.Deiliskipulag Garðaflói

2303033

Skipulagslýsing Garðaflóa fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag í Garðaflóa. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 14.04.2023.

Fimm umsagnir bárust.

Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins.

4.Deiliskipulag Grjótkelduflóa

2202023

Skipulagslýsing Grjótkelduflóa fyrir nýtt deiliskipulag Grjótkelduflóa. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 14.04.2023.

Sex umsagnir bárust.
Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins.

5.Deiliskipulag - Höfðasel

2103268

Skipulagslýsing Höfðasel fyrir nýtt deiliskipulag Höfðasel. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 14.04.2023.

Fimm umsagnir bárust.
Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins.

6.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Skipulagslýsing Jaðarsbakka fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á Jaðarsbökkum. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 06.07.2023.

11 umsagnir bárust.



Bréf Íþróttabandalags Akraness um framtíðarsýn Jaðarsbakka vegna vinnu að deiliskipulagstillögu lagt fram.



Samþykkt bæjarráðs er varðar fyrirkomulag vegna skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum lagt fram.
Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins í samræmi við bókun bæjarráðs 29. júní 2023. Ráðið tekur undir tillögu skipulagsfulltrúa að eftirfarandi stofum sé falið að koma með frumhugmyndir um skipulag á Jaðarsbökkum:
Basalt, Sei studio, Landmótun og Arkþing Nordic.

Í þeirri vinnu sé horft til ofangreindar skipulagslýsingar og þeirra gagna sem liggja fyrir í málinu.

7.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Skipulagslýsing Jaðarsbakka fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á Jaðarsbökkum. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 06.07.2023.

11 umsagnir bárust.



Bréf Íþróttabandalags Akraness um framtíðarsýn Jaðarsbakka vegna vinnu að deiliskipulagstillögu lagt fram.



Samþykkt bæjarráðs er varðar fyrirkomulag vegna skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum lagt fram.
Innsendar umsagnir um skipulagslýsingu lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir við lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins í samræmi við bókun bæjarráðs 29. júní 2023. Ráðið tekur undir tillögu skipulagsfulltrúa að eftirfarandi stofum sé falið að koma með frumhugmyndir um skipulag á Jaðarsbökkum:
Basalt, Sei studio, Landmótun og Arkþing Nordic.

Í þeirri vinnu sé horft til ofangreindar skipulagslýsingar og þeirra gagna sem liggja fyrir í málinu.

8.Höfðagrund 11 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2307031

Fyrirspurn Soffíu Sóleyjar Magnúsdóttur lóðarhafa Höfðagrund 11 um stækkun lóðar í austur.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Skagabraut 43 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2307052

Umsókn Orkunnar IS ehf. um breytingu á deiliskipulagi Arnardalsreits. Sótt er um að breyta byggingarreit A-4. Breytingin felst í að byggingareit fyrir þvottastöð er breytt í byggingarreit fyrir spennistöð og tæknirými. Útlit og gerð spennistöðvar skv. meðfylgjandi skjali.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Þjóðbrautar 1, Stillholts 23 og 16-18, Háholts 32, Skagabrautar 41, 41a, 39, 44, 46, 48 og 50.

10.Víkurbraut 1 - djúpgámar f. Grundaskóla

2306036

Umsókn um byggingarleyfi vegna djúpgáma við Grundarskóla, svæðið er ódeiliskipulagt. Búin verður til ný lóð í bæjarlandi Akraneskaupstaðar, Víkurbraut 1 og komið verður fyrir fimm djúpgámum á lóð. Aðgengi að lóð verður í gegnum núverandi aðrein, sleppistæði. Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 8. júní 2023 til 10. júlí 2023, fyrir lóðarhöfum Bjarkargrund 10,12,14,16,18 og 20 og Espigrund 1. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.

11.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C - breyting Skógarlundur 42

2307076

Breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3C. Breytingunni felst lóð við skógarlund 42 fer úr 1977 fm í 1771 fm, Skógarlundur 40 fer úr 1620 fm í 1791 fm. íbúðarfjöldi verði 6 íbúðir í stað 4 íbúðir, gerð verður lóð fyrir dreifistöð rafveitu við norðurhorn lóðar. Annað er óbreytt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að breytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

12.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B - breyting Grenndarstöð

2307077

Breyting á deiliskipulagi Skógarhverfi 3B, lóðinni Asparskógum 25. Í breytingunni felst að koma fyrir grenndarstöð fyrir 8 djúpgámum, gerð er lóð undir gámana og bílstæði fyrir sorpbíl annað er óbreytt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að breytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

13.Lerkigrund 9, Grundasel - sólskáli

2302117

Opnun tilboða í vinnu við sólskála.

Eitt tilboð barst í verkið (með vsk):

Trésmiðja Þráins E Gíslasonar ehf. kr. 18.236.226

Kostnaðaráætlun er kr. 16.400.000
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá samningum við tilboðsgjafa, Trésmiðju Þráins E Gíslasonar ehf.

14.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Minnisblað vegna stækkunar á bílastæði við Grundaskóla kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra framkvæmda að vinna áfram að málinu.

15.30 km götur

2307058

Lárus Ársælsson umhverfisstjóri kynnti tillögu að 30 km hraðatakmörkun á Höfðabraut, Skarð, Skarðsbraut og Vallarbraut, auk þess að afmakra svæðið framan við Vallarsel með 30 km hliðum beggja vegna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagðar tillögur og felur umhverfisstjóra að ljúka við málið.

16.Vatnsrannsóknir á Akranesi

2306149

Minnisblað, um áætlun Verkís yfir athugun á grunnvatni og lagnakerfi í norðvestur hluta Akraness, lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

17.Sementsreitur útboð á byggingarrétti 2022

2206177

Ráðhús reitur, hugmyndafræði kynnt.
Sviðsstjóri fór yfir hugmyndafræði varðamdi byggingu á ráðhúsi.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að halda vinnslu málsins áfram.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00