Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

275. fundur 04. september 2023 kl. 16:00 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar 1 - hönnun íþróttamiðstöðvar

2006228

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fór yfir lóðahönnun að Jaðarsbökkum.
Farið yfir tímalínu verks. Gert ráð fyrir að í haust verði gengið frá svæði á svölum og á milli nýs íþróttahúss og sundlaugarhúss. Sumarið 2024 verður farið í svæði neðan við svalir að sunnanverðu og norðan megin við nýtt íþróttahús. Sumarið 2025 verði farið í frágang austan megin við nýtt íþróttahús.

Tillaga hönnuðar um ljósatré á svölum til að lýsa upp svæðið á svölunum er samþykkt.

2.Merktún - Okkar Akranes - Opin svæði 2023

2305126

Ævintýragarður á Merkurtúni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur mikla áherslu á að vel takist til við hönnun ævintýragarðs við Merkurtún. Því felur ráðið garðyrkjustjóra að leita eftir frekari hugmyndum um frumhönnun á svæðinu.
Horft verði til þess að leita til a.m.k þriggja hönnuða um frumhönnun.

3.Garðsláttur á opnum svæðum 2024

2308199

Garðsláttur á opnum svæðum 2024.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að framlengja verksamning um grasslátt við Gísla Jónsson fyrir árið 2024. Framlenging er í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00