Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

277. fundur 12. september 2023 kl. 19:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Vatnsrannsóknir á Akranesi

2306149

Grunnvatnsathugun á neðri Skaga.
Auk fulltrúa skipulags- og umhverfisráðs, sátu fundinn bæjarfulltrúarnir Valgarður Lyngdal Jónsson, Ragnar B. Sæmundsson, Liv Ase Skarstad, Líf Lárusdóttir, Kristinn Sveinsson, Jónína M Sigmundsdóttir og varabæjarfulltrúinn Ragnheiður Helgadóttir.
Einnig sátu fundinn Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Steinar Adolfsson sviðsstjóri.

Starfsmenn frá Verkís Jóhann Örn Friðsteinsson og Anna María Þráinsdóttir kynntu skýrslu um jarð- og grunnvatnsaðstæður á Neðri Skaga.

Fyrstu niðurstöður benda til þess að með tilliti til þeirra gagna sem aflað hefur verið í sumar, rannsókna sem gerðar hafa verið á jarðlögum og grunnvatni á Akranesi, ásamt yfirferð á öðrum gögnum frá veðurfari og mælingum Veitna, telst há grunnvatnsstaða í sumar vera vegna mikillar úrkomu fyrri hluta árs. Síðast mældist meiri úrkoma á þessu tímabili árið 2017 og þar á undan árið 2012.

Starfsmenn Verkís mæla með áframhaldandi vöktun á grunnvatni með síritum og efnagreiningu vatns til að afla nánari upplýsinga og mögulegan uppruna vatnsins og grunnvatnsrennsli á svæðinu. Einnig er mælt með að kanna betur mögulegar ástæður hás grunnvatnsborðs norðvestan við Vesturgötu, við Krókalón.

Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að birta skýrsluna á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00