Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

280. fundur 16. október 2023 kl. 17:00 - 20:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Veitur starfsemi á Akranesi

2211152

Pétur Krogh Ólafsson, þróunar- og viðskiptastjóri Veitna og Sigrún Tómasdóttir, sérfræðingur í jarðvísindum hjá Orkuveitu Reykjavíkur kynntu starfsemi Veitna á Akranesi.
Sigrún og Pétur fóru yfir starfsemi Veitna á Akranesi almennt. Fjallað var m.a um þau mál sem verið hafa í umræðunni að undanförnu, s.s. lykt af vatni, hæð og hita á grunnvatni og asbestlagnir.
Skipulags- og umhverfisráð óskaði eftir því að Veitur leggi fram frekari upplýsingar um afkastagetu veitukerfa þeirra á Akranesi bæði m.t.t. núverandi ástands og framtíðar.

Pétur K Ólafsson og Sigrún Tómasdóttir, viku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Braggi í skógrækt

2209141

Fyrirhuguð niðurrif á bragga í skógræktinni. Minjastofnun hefur gefið formlegt leyfi fyrir niðurrifi. Ástand braggans er mjög lélegt og er hann hruninn að hluta.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að setja af stað vinnu við rif á bragganum.

3.Sundabraut - aðalskipulagsbreyting og umhverfismat

2309230

Sundabraut, umsögn vegna aðalskipulags Reykjavíkurborgar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

4.Sundabraut og Akranes - kynningarfundir

2309229

Umsögn til Vegagerðar, vegna matsáætlunar Sundabrautar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

5.Orkuskipti - skipulag vegna dreifi- og flutningskerfis raforku (hleðslustöðvar)

2309266

Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti frá Innviðaráðuneytinu.
Bréf lagt fram um mikilvægi þess að í skipulögum sveitarfélagsins sé hugað að orkuskiptum.

6.Deiliskipulag Flatarhverfi, Innnesvegur 1 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2308168

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á deiliskipualagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innesvegar 1. Sótt er um að breyta notkun á lóð, að heimilt verði að hafa bílaþvottastöð, bílverkstæði og verslun í núverandi húsnæði á lóð. Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðar breytinga á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir nánari upplýsingum meðal annars varðandi hljóðvist, opunartíma, mögulega ljósmengun og umferðarstýringu um svæðið. Mikilvægt að tilgreina þessar upplýsingar sem fyrst í skipulagsferlinu.

Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samvinnu við eigendur.

7.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Farið yfir stöðuna varðandi skipulag á Jaðarsbökkum, tillögur sem kynntar voru á sameiginlegum fundi Bæjarstórnar og skipulags- og umhverfisráði þann 10. október þar sem aðilar frá Sei studio, Basalt Arkitektum og Nordic Architecture kynntu frumdrög að skipulagi á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði íbúafundur 23. október klukkan 19:30 í Bíóhöllinni til kynningar um fyrirliggjandi frumtillögum að skipulagi á Jaðarsbökkum. Aðilar frá hönnunarstofum munu mæta og kynna tillögur sínar. Ennfremur mun starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum kynna niðurstöður stefnumótunar á svæðinu. Fundurinn verður auglýstur í vikunni.

8.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Farið yfir stöðuna varðandi skipulag á Jaðarsbökkum, tillögur sem kynntar voru á sameiginlegum fundi Bæjarstórnar og skipulags- og umhverfisráði þann 10. október þar sem aðilar frá Sei studio, Basalt Arkitektum og Nordic Architecture kynntu frumdrög að skipulagi á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði íbúafundur 23. október klukkan 19:30 í Bíóhöllinni til kynningar um fyrirliggjandi frumtillögum að skipulagi á Jaðarsbökkum. Aðilar frá hönnunarstofum munu mæta og kynna tillögur sínar. Ennfremur mun starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum kynna niðurstöður stefnumótunar á svæðinu. Fundurinn verður auglýstur í vikunni.

9.Deiliskipulag Smiðjuvellir 12-22 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210185

Umsókn Smiðjuvalla ehf. unnin af ASK arkitektum um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Breytinginn felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin. Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara með allt að 45.385 fm með nýtingarhlutfall 1,50 ofanjarðar og 2,30 samtals.
Erindið kynnt.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00