Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

282. fundur 13. nóvember 2023 kl. 16:45 - 21:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Merkurtún - Okkar Akranes - Opin svæði 2023

2305126

Ævintýragarður á Merkurtúni. Eftirtaldir hönnuðir kynntu tillögur sínar:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Vilborg Þórisdóttir hjá Landlínum,

Hermann Ólafsson hjá Landhönnun

Lilja Filippusdóttir hjá Lilium.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar áðurnefndum hönnuðum fyrir áhugaverðar tillögur að Ævintýragarði á Merkurtúni. Ráðið samþykkir að fela Lilju Filippusdóttur að ljúka við hönnun á Merkurtúni.

2.Höfði - djúpgámar

2310129

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 12. október 2023 og vísaði erindi Höfða til skipulags- og umhverfisráðs. Gert er ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar bæjarráðs m.t.t. fjárhagslegs hluta verkefnisins í kjölfar umfjöllunar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum varðandi staðsetningu djúpgámanna og nákvæmari kostnaðaráætlun.

3.Jaðarsbraut 25 - styrkbeiðni v. breyting á sorpaðstöðu

2309101

Beiðni húsfélagsins að Jaðarsbraut 25 um styrkveitingu Akraneskaupstaðar vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á djúpgámum á lóð í stað sorpgeymslu innan hússins.
Skipulags- og umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við beiðni húsfélagsins. Fyrirséð er allir húseigendur á Akranesi þurfi að huga að breytingum á meðhöndlun sorps í samræmi við nýja löggjöf.

4.Gámasvæði á Breið

2311024

Farið yfir fyrirhugaðan samning Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi, Brims hf., Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna sf. varðandi afnot og rekstur lóðanna Hafnarbrautar 15 og Breiðargötu 3.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og vísar því áfram til bæjarstjórnar. Ráðið áréttar mikilvægi þess að ásýnd og umgengni um svæðið verði bætt.

5.Vesturgata 21 og 23 - fyrirspurn vegna lóða

2311022

Erindi Guðlaugs Maríassonar byggingafræðings f.h. Sigurðar Haraldssonar, sem óskar eftir því að fá lóðirnar við Vesturgötu 21 og 23 úthlutaðar og að í framhaldi af því fáist leyfi til að sameina þær undir einbýlishús.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu, þar sem lóðirnar eru á skipulagssvæði Breiðar sem er í endurskoðun.

6.Smiðjuvellir 4, breyting á deiliskipulagi dreifistöð rafmagns - umsókn til skipulagsfulltrúa

2310289

Umsókn Vignir G. Jónsson ehf. lóðarhafa á Smiðjuvöllum 4 um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að byggja dreifistöð á lóð. Dreifistöðin mun standa allt að 1,7 m frá lóðarmörkum, kvöð verður um aðkomu að dreifistöðinni og kvöð um aðgengi að lögnum meðfram Þjóðbraut. Byggingarreitur er stækkaður um 18 m2, nýtingarhlutfall lóðar fer úr 0,53 í 0,54 og hámarkshæð byggingar 3,1 m. Útlit byggingar verður samskonar og núverandi hús og litur á þaki dökkur.
Lagt fram. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Skógarlundur 5 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309220

Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 5 um að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar í 0,38 úr 0,35. Heimilað byggingarmagn verður 323,8 fermetrar. Annað er óbreytt.



Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11.október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 2, 3, 4, 6 og 7.



Tvö samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

8.Skógarlundur 7 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309227

Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 7, um að hækka nýtingarhlutfall í 0,38 úr 0,35. Heimilað byggingarmagn verður 316,5 fermetrar. Heimilt verði að fjórðungur hússins verði stallaður. Annað er óbreytt.



Erindið var grennarskynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11. október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 4, 5, 6 og 8.



Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

9.Deiliskipulag Akratorgsreitur - umsókn um breytingu á Heiðargerði 22

2203103

Lögð fram umsókn lóðarhafa Lyngháls 1 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Akratorgreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Heiðargerði. Deiliskipulagsbreytingin er unnin af Sigurbjörgu Helgu Gunnbjörnsdóttur skipulagsfræðingi, dags. 5.6.2023. Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, gert ráð fyrir 6 íbúðum á einni hæð í núverandi byggingu, íbúðir verða frá 42 m2 í 120 m2. Núverandi form útveggja og þak halda sér en ný klæðning verður sett utan á húsið og breytingar gerðar á gluggum og hurðum. Búið er að leiðrétta gögn í samræmi við þinglýst mæliblað.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Merkigerði 12, 16 og 18, Heiðargerði 19, 20, 21, 24 og Kirkjubraut 19, 21, 23.

10.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta

2207011

Deiliskipulag Dalbrautarreits norður, skipulagslýsing um endurskoðun á Dalbrautarreit um uppbyggingu á blandaðri byggð. Skipulagslýsing var auglýst til umsagnar frá 16. október til og með 31. nóvember 20023 í gegnum skipulagsgátt skipulagsstofnunar.



Umsagnir lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir þær umsagnir sem bárust og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

11.Æðaroddi - rekstrarhringur

2311169

Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhugaðan rekstrarhring við Æðarodda.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að fulltrúi frá hestamannafélaginu Dreyra verði boðaður á næsta fund ráðsins til að ræða hugmyndir félagsins.

12.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Tillaga um myndun starfshóps sem hefur umsjón með sorpmálum á Akranesi.
Ragnar B. Sæmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að stofna starfshóp sem vinni að breytingum á sorpmálum á Akranesi. Starfshópinn skipa Lárus Ársælsson, formaður hópsins, Ragnar Sæmundsson og Líf Lárusdóttir.

Fundi slitið - kl. 21:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00