Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Merkurtún - Okkar Akranes - Opin svæði 2023
2305126
Ævintýragarður á Merkurtúni. Eftirtaldir hönnuðir kynntu tillögur sínar:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Vilborg Þórisdóttir hjá Landlínum,
Hermann Ólafsson hjá Landhönnun
Lilja Filippusdóttir hjá Lilium.
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Vilborg Þórisdóttir hjá Landlínum,
Hermann Ólafsson hjá Landhönnun
Lilja Filippusdóttir hjá Lilium.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar áðurnefndum hönnuðum fyrir áhugaverðar tillögur að Ævintýragarði á Merkurtúni. Ráðið samþykkir að fela Lilju Filippusdóttur að ljúka við hönnun á Merkurtúni.
2.Höfði - djúpgámar
2310129
Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 12. október 2023 og vísaði erindi Höfða til skipulags- og umhverfisráðs. Gert er ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar bæjarráðs m.t.t. fjárhagslegs hluta verkefnisins í kjölfar umfjöllunar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum varðandi staðsetningu djúpgámanna og nákvæmari kostnaðaráætlun.
3.Jaðarsbraut 25 - styrkbeiðni v. breyting á sorpaðstöðu
2309101
Beiðni húsfélagsins að Jaðarsbraut 25 um styrkveitingu Akraneskaupstaðar vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á djúpgámum á lóð í stað sorpgeymslu innan hússins.
Skipulags- og umhverfisráð sér sér ekki fært að verða við beiðni húsfélagsins. Fyrirséð er allir húseigendur á Akranesi þurfi að huga að breytingum á meðhöndlun sorps í samræmi við nýja löggjöf.
4.Gámasvæði á Breið
2311024
Farið yfir fyrirhugaðan samning Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi, Brims hf., Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna sf. varðandi afnot og rekstur lóðanna Hafnarbrautar 15 og Breiðargötu 3.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og vísar því áfram til bæjarstjórnar. Ráðið áréttar mikilvægi þess að ásýnd og umgengni um svæðið verði bætt.
5.Vesturgata 21 og 23 - fyrirspurn vegna lóða
2311022
Erindi Guðlaugs Maríassonar byggingafræðings f.h. Sigurðar Haraldssonar, sem óskar eftir því að fá lóðirnar við Vesturgötu 21 og 23 úthlutaðar og að í framhaldi af því fáist leyfi til að sameina þær undir einbýlishús.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu, þar sem lóðirnar eru á skipulagssvæði Breiðar sem er í endurskoðun.
6.Smiðjuvellir 4, breyting á deiliskipulagi dreifistöð rafmagns - umsókn til skipulagsfulltrúa
2310289
Umsókn Vignir G. Jónsson ehf. lóðarhafa á Smiðjuvöllum 4 um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að byggja dreifistöð á lóð. Dreifistöðin mun standa allt að 1,7 m frá lóðarmörkum, kvöð verður um aðkomu að dreifistöðinni og kvöð um aðgengi að lögnum meðfram Þjóðbraut. Byggingarreitur er stækkaður um 18 m2, nýtingarhlutfall lóðar fer úr 0,53 í 0,54 og hámarkshæð byggingar 3,1 m. Útlit byggingar verður samskonar og núverandi hús og litur á þaki dökkur.
Lagt fram. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
7.Skógarlundur 5 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa
2309220
Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 5 um að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar í 0,38 úr 0,35. Heimilað byggingarmagn verður 323,8 fermetrar. Annað er óbreytt.
Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11.október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 2, 3, 4, 6 og 7.
Tvö samþykki bárust.
Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11.október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 2, 3, 4, 6 og 7.
Tvö samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
8.Skógarlundur 7 hækkun á nhl lóðar - umsókn til skipulagsfulltrúa
2309227
Umsókn lóðarhafa að Skógarlundi 7, um að hækka nýtingarhlutfall í 0,38 úr 0,35. Heimilað byggingarmagn verður 316,5 fermetrar. Heimilt verði að fjórðungur hússins verði stallaður. Annað er óbreytt.
Erindið var grennarskynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11. október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 4, 5, 6 og 8.
Eitt samþykki barst.
Erindið var grennarskynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11. október til 9. nóvember 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 4, 5, 6 og 8.
Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
9.Deiliskipulag Akratorgsreitur - umsókn um breytingu á Heiðargerði 22
2203103
Lögð fram umsókn lóðarhafa Lyngháls 1 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Akratorgreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Heiðargerði. Deiliskipulagsbreytingin er unnin af Sigurbjörgu Helgu Gunnbjörnsdóttur skipulagsfræðingi, dags. 5.6.2023. Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, gert ráð fyrir 6 íbúðum á einni hæð í núverandi byggingu, íbúðir verða frá 42 m2 í 120 m2. Núverandi form útveggja og þak halda sér en ný klæðning verður sett utan á húsið og breytingar gerðar á gluggum og hurðum. Búið er að leiðrétta gögn í samræmi við þinglýst mæliblað.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Merkigerði 12, 16 og 18, Heiðargerði 19, 20, 21, 24 og Kirkjubraut 19, 21, 23.
10.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta
2207011
Deiliskipulag Dalbrautarreits norður, skipulagslýsing um endurskoðun á Dalbrautarreit um uppbyggingu á blandaðri byggð. Skipulagslýsing var auglýst til umsagnar frá 16. október til og með 31. nóvember 20023 í gegnum skipulagsgátt skipulagsstofnunar.
Umsagnir lagðar fram.
Umsagnir lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir þær umsagnir sem bárust og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
11.Æðaroddi - rekstrarhringur
2311169
Erindi frá Hestamannafélaginu Dreyra þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhugaðan rekstrarhring við Æðarodda.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að fulltrúi frá hestamannafélaginu Dreyra verði boðaður á næsta fund ráðsins til að ræða hugmyndir félagsins.
12.Breyting á sorpmálum 2023
2210064
Tillaga um myndun starfshóps sem hefur umsjón með sorpmálum á Akranesi.
Ragnar B. Sæmundsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að stofna starfshóp sem vinni að breytingum á sorpmálum á Akranesi. Starfshópinn skipa Lárus Ársælsson, formaður hópsins, Ragnar Sæmundsson og Líf Lárusdóttir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að stofna starfshóp sem vinni að breytingum á sorpmálum á Akranesi. Starfshópinn skipa Lárus Ársælsson, formaður hópsins, Ragnar Sæmundsson og Líf Lárusdóttir.
Fundi slitið - kl. 21:45.