Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

283. fundur 20. nóvember 2023 kl. 16:30 - 20:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar - Íþróttahús uppsteypa og ytri frágangur

2309262

Vettvangsskoðun í nýja íþróttahúsið að Jaðarsbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða yfirferð og skemmtilega heimsókn.

2.Æðaroddi - rekstrarhringur og brú (Dreyri)

2311169

Fulltrúi frá hestamannafélaginu Dreyra kynnir hugmyndir um rekstrarhring og brú yfir Flæðilæk.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra áframhaldandi vinnu við málið hvað varðar rekstrarhring og lokun Elínarvegar.

Varðandi beiðni um brú yfir Flæðilæk og áframhaldandi reiðstíg þá samræmist það ekki gildandi aðalskipulagi Akraneskaupstaðar 2021-2033 og getur ráðið því ekki orðið við þessari beiðni að svo stöddu.

3.Tjaldsvæði í Kalmansvík

2203220

Beiðni um framlengingu samnings um rekstur á tjaldsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að framlengja samning um rekstur tjaldsvæðisins við Landamerki ehf. til 30. apríl 2025.

4.SogU - slæm umgengni (kvartanir vegna þess)

2301069

Ábendingar um slæma umgengi á Jaðarsbökkum og víðar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góðar og þarfar ábendingar. Ráðið felur garðyrkjustjóra að útbúa aðgerðaráætlun og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Áframhaldandi vinna við skipulag á Jaðarsbökkum. Farið yfir næstu skref verkefnis og greinagerð skipualagsfulltrúa lögð fram vegna vals á ráðgjöfum fyrir skipulag á Jaðarsbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að ganga til samninga við Basalt arkitekta varðandi deiliskipulagsvinnu á Jaðarsbökkum samanber greinargerð skipulagsfulltrúa. Ráðið mun bjóða framkvæmdastjóra og fulltrúa stjórnar ÍA og KFÍA (2 aðilar frá hvoru félagi) að sitja fundi skipulags- og umhverfisráðs sem áheyrnarfulltrúar reglulega undir þessum málslið, þar til skipulagsvinna klárast.

6.Deiliskipulag Akratorg Kirkjubraut 1 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2309252

Umsókn lóðarhafa að Kirkjubraut 1, um að fremri byggingin á lóðinni við Kirkjubraut 1 verði í heild sinni klædd að utan með báruklæðningu, með þeim formerkjum að allur frágangur á klæðningu verði í samræmi við byggingarstíl frá þeim tíma sem húsið er byggt.



Umsóknin var grenndarkynnt skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nf. 123/2010. frá 16. október til 16. nóvember 2023 fyrir lóðarhöfum

að Kirkjubraut 2, 3 og 4-6, Skólabraut 37 og Heiðargerði 6 og 8. Þrjú samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

7.Kirkjubraut 4-6 n.h. breyting í íbúðir - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2309253

Fyrirspurn lóðarhafa Kirkjubrautar 4-6 um að breyta hluta húnsæðis í íbúðir skv. meðfylgjandi uppdráttum. Breytingin felst í að þremur íbúðum, einni þriggja herbergja, einni tveggja herbergja og einni 9 herbergja verður komið fyrir á neðstu hæð hússins.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í fyrirspurnina, þar sem fyrir liggur stefnumótun í aðalskipulagi um miðbæjarstarfsemi á svæðinu.

8.Vatnsrannsóknir á Akranesi

2306149

Áætlun frá Verkís yfir áframhaldandi rannsóknir lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að semja við Verkís um næsta áfanga í samræmi við áætlun þeirra.

9.Flóahverfi - gatnagerð

2104080

Yfirferð á stöðu framkvæmda i gatnagerð í Flóahverfi.
Umhverfisstjóri kynnti stöðu framkvæmda, en vangaveltur eru um legu háspennustrengs í gegnum hverfið.

10.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Framtíð gamla Landsbankahússins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að auglýsa eftir áhugasömum aðilum varðandi framtíðarnotkun á Suðurgötu 57.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00