Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Jaðarsbakka og frumhönnun
2304154
Samningur við Basalt arkitekta um skipulag á Jaðarsbökkum lagður fram ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa um vinnufund mð íbúum, farið yfir verkþætti og verkefnaáætlun.
Undir þessum dagskrárlið sátu Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA, Heiðar Már Björnsson meðstjórnandi ÍA, Eyjólfur Gunnarsson framkvæmdatstjóri KFÍA og Sigurður Sigursteinsson varaformaður KFÍA.
Undir þessum dagskrárlið sátu Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA, Heiðar Már Björnsson meðstjórnandi ÍA, Eyjólfur Gunnarsson framkvæmdatstjóri KFÍA og Sigurður Sigursteinsson varaformaður KFÍA.
2.Okkar Akranes - Opin svæði 2023
2301256
Farið yfir stöðuna á verkefninu Okkar Akranes.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða yfirferð og felur garðyrkjustjóra áframhaldandi vinnu að verkefninu.
3.Skagabraut 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2402042
Umsókn til skipulagsfulltrúa um breytingu á deiliskipulagi Arnardalsreits vegna lóðar Skagabraut 17. í breytingunni felst að heimila þrjár íbúðir á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulaginu.
Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum á Skagabraut 15, Skagabraut 19, Háholti 12, Háholti 14 og Suðurgötu 123.
Grenndarkynnt verður þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum á Skagabraut 15, Skagabraut 19, Háholti 12, Háholti 14 og Suðurgötu 123.
Grenndarkynnt verður þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra
2308168
Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Sótt er um að breyta notkun á lóð, að heimilt verði að hafa bílaþvottastöð, bílverkstæði og verslun í núverandi húsnæði á lóð. Lögð er fram að nýju skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga ásamt fylgiskjölum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing ásamt fylgigögnum verði auglýst og kynnt.
5.Flóahverfi, Akrafjallsvegur 51 - gatnamót
2401208
Kynning á undirbúningi hönnunar á hringtorgi og undirgöngum á gatnamótum Akrafjallsvegar og Lækjarflóa.
Skipulag- og umhverfisráð lýsir yfir ánægju með að Vegagerðin fari í undirbúning á hringtorgi og undirgöngum á þessu ári með fyriráætlun um að verkið fari í framkvæmd á árinu 2025.
6.Úrgangsþjónusta - Útboð 2024-2030
2401389
Kynning á útboðsgögnum vegna útboðs á úrgangsþjónustu á Akranesi fyrir árin 2024 - 2030. Um er að ræða hirðu frá heimilum, rekstur grenndarstöðva, rekstur á móttökustöð Gámu og hirðu frá stofnunum Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.
7.Deiliskipulag Akraneshöfn
2306198
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu Akraneshafnar. Skipulagssvæðið er hluti hafnarsvæðis H-102 þar sem gert er ráð fyrir landfyllingu sem ætluð er hafnsækinni starfsemi. Gert er ráð fyrir lengingu hafnarkants og um 6 ha. landfyllingu sunnan núverandi sjóvarnargarðs.
Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
8.Smiðjuvellir 4, breyting á deiliskipulagi - dreifistöð
2310289
Umsókn Vignis G. Jónssonar ehf. lóðarhafa Smiðjuvalla 4 um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla. Breytingin felst í að stækka núverandi byggingarreit til að byggja dreifistöð rafmagns á lóð. Dreifistöðin mun standa allt að 1,7 m frá lóðarmörkum, kvaðir verða um aðkomu að henni og um aðgengi að lögnum meðfram Þjóðbraut. Hámarkshæð byggingar verður 3,1 m, útlit byggingar verður samskonar og núverandi hús og litur á þaki dökkur.
Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 18.desember 2023 til 25. janúar 2024. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Smiðjuvöllum 2, Esjubraut 49, Hagaflöt 11, Innnesvegi 1, Dalbraut 16, Skarðsbraut 17-19 og Þjóðbraut 13 og 13A.
Þrjú samþykki bárust.
Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 18.desember 2023 til 25. janúar 2024. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Smiðjuvöllum 2, Esjubraut 49, Hagaflöt 11, Innnesvegi 1, Dalbraut 16, Skarðsbraut 17-19 og Þjóðbraut 13 og 13A.
Þrjú samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.
9.Suðurgata 98 sólskáli - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2401337
Fyrirspurn Hallgríms G Sverrissonar um byggingu sólskála á lóðinni Suðurgötu 98. Umrædd lóð er á deiliskipulagi Sementsreit en ekki er heimild í skipulagi að byggja skólskála.
Skipulags- og umhverfisráð mun taka málið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.
10.Álmskógar 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2302122
Umskón um breytingu á skipulagi Skógarhverfis 1. áfanga. Í breytingunni felst að byggður verði sólskáli áfastur við vesturhlið Álmskóga 17 að lóðarmörkum Álmskóga 15. Byggingarreitur stækkar um 22fm, nýtingarhlutfall er óbreytt. Gögn sem sýna breytingu á skuggavarpi auk þess fylgir uppdráttur sem unninn er af Al-Hönnun ehf.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari gögnum, ásýnd frá götu, útliti og efnisvali til að hægt sé að taka afstöðu í málinu.
11.Deiliskipulag Garðaflói
2303033
Farið yfir stöðu deiliskipulagsvinnu við Garðaflóa.
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu á skipulagsvinnunni. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa frekari vinnslu málsins.
12.Lækjarflói 2-4 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2401335
Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis vegna lóðanna Lækjarflóa 2 og 4. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja hús undir skrifstofur, verslun og þjónustu, auka nýtingarhlufall lóða úr 0,35 í 0,93. Heimilt verður að hækka bygginguna úr 12m í 15m, innkeyrsla á lóðir sameinuð og áætlað eitt bílastæði á hverja 40fm á A rými.
Erindið lagt fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Stefnt skal að því að taka erindið upp að nýju á næsta fundi ráðsins.
13.Skarðsbraut 6 (Vallarsel) - viðhaldsframkvæmdir
2402065
Tilboð í viðhaldsframkvæmdir fyrir Skarðsbraut 6, Vallarsel kynnt auk yfirferðar Víðsýnar á tilboðunum.
Eftirtaldin fyrirtæki buðu í verkið:
Fyrirtæki Tilboðsfjárhæð
EB-Verktakar 32.552.000 kr. (ógilt)
ÁS Smíði ehf 24.984.500 kr.
Trésmiðja Þráins Gíslasonar ehf 23.153.350 kr.
HK verktakar ehf 23.553.500 kr.
K16 ehf 24.930.000 kr.
Stjörnumálun ehf 21.559.000 kr.
STV verktakar ehf 34.127.552 kr.
VT verktakar ehf 36.295.400 kr.
Þakrennuverk ehf 21.620.500 kr. (ógilt)
Kostnaðaráætlun var 21.539.000 kr.
Eftirtaldin fyrirtæki buðu í verkið:
Fyrirtæki Tilboðsfjárhæð
EB-Verktakar 32.552.000 kr. (ógilt)
ÁS Smíði ehf 24.984.500 kr.
Trésmiðja Þráins Gíslasonar ehf 23.153.350 kr.
HK verktakar ehf 23.553.500 kr.
K16 ehf 24.930.000 kr.
Stjörnumálun ehf 21.559.000 kr.
STV verktakar ehf 34.127.552 kr.
VT verktakar ehf 36.295.400 kr.
Þakrennuverk ehf 21.620.500 kr. (ógilt)
Kostnaðaráætlun var 21.539.000 kr.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Stjörnumálun ehf, um verkið.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Sigurður Sigursteinsson og Eyjólfur Vilberg Gunnarsson frá ÍA og KFÍA véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.