Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

290. fundur 04. mars 2024 kl. 17:00 - 21:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Garðyrkjustjóri 2024

2401301

Yfirlit og samantekt frá Garðyrkjustjóra
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni fyrir góða yfirferð yfir fyrirhuguð verkefni ársins og síðastliðins árs.

2.Íþr. húsið Vesturgötu viðgerð (Vesturgata 120)

2310299

Útboðsgögn vegna endurgerðar klæðninga á veggum og í lofti íþróttahússins að Vesturgötu.
Lagt fram og kynnt fyrir skipulags- og umhverfisráði. Verkefnisstjóra falið að koma verkefninu í útboð sem fyrst. Endanleg gögn verði kynnt fyrir ráðinu.

3.Leikskólamál - Valkostagreining

2402297

Málið var tekið fyrir í bæjarráði 29. febrúar 2024 sem vísaði málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs.

Bæjarráð samþykkti að ráðist verði í útboð vegna kaupa á tveimur lausum kennslustofum og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir að kostnaði verði mætt innan gildandi fjárfestingaráætlunar vegna ársins 2024.

Málið komi að nýju til ákvörðunar bæjarráðs til ákvörðunar er endanleg gögn, áætlaður kostnaður og tillaga um tilfærslur verkefna í fjárfestingaáætlun liggja fyrir.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að hefja skipulagsferil fyrir byggingu tveggja leikskólastofa á lóð Teigasels.

4.Beykiskógar 17 - starfsmannaaðstaða

2101248

Tillaga um að staðsetja laust hús fyrir starfsmenn á bílastæði við Beykiskóga 17.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að útbúa og kynna fyrirkomulag um timburklædda skrifstofueiningu á lóð vestan við starfsmannaaðstöðuna sem fengi tímabundið stöðuleyfi.

5.Álfalundur 31 - umsókn um byggingarleyfi ÚTHLUTAÐ

2209043

Sótt er um að fækka íbúðum í raðhúsinu Álfalundur 31-43 úr 7 íbúðum í 6 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið, en umsækjandi þarf að útbúa skipulagsbreytingu eftir 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem verður kynnt fyrir Veitum. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni greiðist af lóðarhafa.

6.Reynigrund 24 breyting á húsnæði -umsókn til skipulagsfulltrúa

2403026

Sótt er um breytingu á einbýlihúsi við Reynigrund 24. Breytingin felst í að fjölga og breyta gluggum og að breyta þaki. Bílskúrshurðargati verður lokað og bílskúr breytt í herbergi. Framkvæmdir eru þegar hafnar og hefur byggingarfulltrúi stöðvað framkvæmdir formlega.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu vegna breytinga á gluggum og gluggasetningu. Byggingar- og skipulagsfulltrúum falið að vinna málið áfram.

7.Deiliskipulag breyting á Sementsreit - Suðurgata 124

2312105

Breyting á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðarinnar Suðurgata 124. Heimilt verður að byggja íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum með allt að tveimur íbúðum ásamt bílskúrum.



Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 30. janúar til 29. febrúar 2024 fyrir húseigendum við Suðurgötu 121, 122, 123 og 126 og Skagabraut 15, 17, 19 og 21.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Vinnufundur íbúa vegna skipulags á Jaðarsbökkum var haldinn 22. febrúar á Garðavöllum, fundargerð lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráðs þakkar íbúum fyrir þátttöku í góðum vinnufundi.
Markmið fundarins var að fá fram sjónarmið íbúa á frumhönnun Basalts arkitekta fyrir deiliskipulagi Jaðarsbakka, en vinna á áfram með þá hönnun í skipulagsvinnunni sem er framundan fyrir svæðið.

9.Endurbætur stíga og lýsing á safnasvæði (Byggðasafn)

2310103

Erindi frá mennta- og menningarnefnd um framkvæmdir á lóð Byggðasafns ásamt áætlun um kostnað.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og vísar verkefnunum til vinnu við næstu fjárhagsáætlun.

10.Heiðargerði - Merkigerði gatnamót - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2402057

Lokun Heiðargerðis við Merkigerði.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að skoða þessa breytingu þegar farið verður í heildarendurskoðun Akratorgsreits.

11.Sorphirða á Akranesi - framlenging á samningi

2206209

Drög að framlengingu samnings við Terra til 31.8.2024, þegar nýr samningur og tunnur verða tilbúin.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlengingu á þjónustusamningi við Terra til 31.8.2024.

12.Elínarvegur gatnagerð- umsókn um framkvæmdaleyfi

2403023

Umsókn Festi h. um framkvæmdarleyfi um gatnagerð og gerð reiðvegar á hluta Elínarvegi, ásamt yfirborðsmótun við suðurenda Elínarvegi frá Hausthúsatorgi og afrein frá Akranesvegi. Á framkvæmdartíma verður opið fyrir umferð norður Elínarveg.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerð á Elínarvegi, skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00