Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun
2304154
Kynning á stöðu vinnu við skipulag fyrir Jaðarsbakkasvæðið.
2.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar
2203198
Verkefnastjóri fer yfir stöðu framkvæmda við Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða yfirferð á stöðu framkvæmda í Brekkubæjarskóla.
3.Grundaskóli C-álma framkvæmd
2309257
Verkefnastjóri fer yfir stöðu framkvæmda í Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða yfirferð á stöðu framkvæmda í Grundaskóla. Ráðið stefnir að vettvangsskoðun á næsta fundi ráðsins og verður bæjarfulltrúum boðið með.
4.Deiliskipulag Akraneshöfn
2306198
Skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar vegna stækkunar. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 9. april 2024 í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Umsagnir lagðar fram.
Skipulagsfulltrúi lagði fram umsagnir sem komu við skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5.Sólskáli hönnun - fyrirspurn arkitektanema
2404003
Fyrirspurn arkitektanemanna Kára Arnarssonar og Brynjars Magnússonar um uppsetningu á sólstofu á Akranesi fyrir almenning. Óskað er eftir fjárveitingu og heimild til byggingar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir skemmtilega og frumlega hönnun en því miður getur ráðið ekki orðið við erindinu að svo stöddu. Ráðið bendir á hugmyndasöfnun Okkar Akraness sem opnað verður fyrir öðru hvoru megin við áramót 2024-2025.
6.Endurgerð gatna 2024
2308070
Staða á endurgerð gatna og viðhaldi gatna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hækka fjárfestingarliðinn viðhald gatna um 70.000.000 kr. meðal annars vegna ástands Akranesvegar og felur sviðstjóra að taka tillit til þess í endurskoðun á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.
7.Úrgangsþjónusta - Útboð 2024-2030 (sorp)
2401389
Vegna breytinga á sorpflokkun í haust þarf að útvega um 2500 sorpílát fyrir heimilin, þar af um helming tvískipt. Drög að útboðsgögnum fyrir innkaup á sorpílátum kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir útboðsgögn á sorpílátum vegna breytinga á sorphirðu sveitarfélagsins í haust.
8.Skipulagsgátt - framleiðsla rafeldsneytis á Grundartanga mál til umsagnar
2403147
Óskað eftir umsögn varðandi framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga. Framkvæmdin er á vegum Qair og felst í framleiðslu vetnis og ammoníaks til að nota í orkuskiptum í stað jarðefnaeldsneytis.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024 - 2027
2309268
Staða Fjárfestingaráætlunar 2024 kynnt.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun 2024- 2027. Málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
10.Kvörtun - Tjaldsvæðið Akranesi
24042212
Ábending um ástand á tjaldsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að koma með tillögur um lagfæringar á svæðinu.
11.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið
2301247
Framtíð fasteignar við Suðurgötu 57.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna gögn vegna sölu á fasteign við Suðurgötu 57.
Fyrir liggur samþykkt í bæjarráði um eftirfarandi nálgun á verkefninu:
- Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar og til að efla miðbæjarstarfsemi og
mannlíf.
- Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu.
- Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmynda
og uppbyggingar á reitnum.
Fyrir liggur samþykkt í bæjarráði um eftirfarandi nálgun á verkefninu:
- Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar og til að efla miðbæjarstarfsemi og
mannlíf.
- Suðurgata 47 verði hluti af útboðs/hugmyndar ferlinu.
- Við yfirferð tilboða/hugmynda verði horft annars vegar til verðs og hins vegar til hugmynda
og uppbyggingar á reitnum.
Fundi slitið - kl. 21:00.
Farið yfir drög af deiliskipulagi Jaðarsbakka. KFÍA óskar eftir frekari rýni á helstu atriðum skipulagsins með stjórn félagsins.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram.
Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Eggert Hjelm Herbertsson og Eyjólfur Gunnarsson véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.