Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Ægisbraut 1-7 - skipulag lóðar
2405016
Erindi frá lóðarhafa X10 ehf. um breytingar á lóð Ægisbraut 1-7. Eigendur ásamt ASK Arkitektum fara yfir hugmyndir að íbúðauppbyggingu á lóðinni.
Eftirtaldir gestir sátu fundinn:
Bæjarfulltrúarnir: Valgarður Lyngdal Jónsson, Einar Brandsson, Kristinn Hallur Sveinsson, Jónína M. Sigmundsdóttir.
Fulltrúar lóðarhafa: Kristmundur Einarsson og Hrafn Einarsson og frá Ask arkitektum Guðrún Ragna Yngvadóttir og Ásta Berit Malmquist.
Auk þess sat Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fundinn.
Eftirtaldir gestir sátu fundinn:
Bæjarfulltrúarnir: Valgarður Lyngdal Jónsson, Einar Brandsson, Kristinn Hallur Sveinsson, Jónína M. Sigmundsdóttir.
Fulltrúar lóðarhafa: Kristmundur Einarsson og Hrafn Einarsson og frá Ask arkitektum Guðrún Ragna Yngvadóttir og Ásta Berit Malmquist.
Auk þess sat Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fundinn.
2.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun
2304154
Farið yfir ályktun og afstöðu stjórnar KFÍA varðandi skipulag á Jaðarsbökkum dagsett 2. maí. Undir þessu dagskrá sátu Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Eggert Hjelm Herbertsson. Einnig sátu fundinn í gegnum fjarfund Hrólfur Karl Cela og Perla Dís Kristinsdóttir.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fulltrúum KFÍA og ÍA fyrir komuna á fundinn.
Gestir víkja af fundi.
Gestir víkja af fundi.
3.Jaðarsbakkar - lóðahönnun
2309261
Tilboð í útboðsverkið lóðarfrágang í kringum íþróttahúsið á Jaðarsbökkum og tengingar yfir Innnesveg, opnuð 30. apríl 2024. Opnunarskýrsla tilboða lögð fram.
Eftir yfirferð tilboða og leiðréttingar eru gild tilboð eftirfarandi:
Fagurverk ehf: 240.754.200 kr.
Stéttafélagið ehf: 321.146.900 kr.
E. Sigurðsson ehf: 417.687.340 kr.
Kostnaðaráætlun verksins er 269.574.600 kr.
Eftir yfirferð tilboða og leiðréttingar eru gild tilboð eftirfarandi:
Fagurverk ehf: 240.754.200 kr.
Stéttafélagið ehf: 321.146.900 kr.
E. Sigurðsson ehf: 417.687.340 kr.
Kostnaðaráætlun verksins er 269.574.600 kr.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Fagurverk ehf., með fyrirvara um hæfi bjóðanda.
4.Úrgangsþjónusta - Útboð 2024-2030
2401389
Lögð fram umsögn um tilboð í verkið, þar sem lagt er til að semja við Terru ehf.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Terru umhverfisþjónustu ehf., um úrgangsþjónustu til næstu 6 ára.
5.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði
2309022
Málið var tekið fyrir 24. apríl sl. í skóla- og frístundaráði, sem vísaði málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs.
Bókun skóla- og frístundaráðs er eftirfarandi: Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsunarstarfi í keilusalnum ljúki sem allra fyrst. Sviðsstjóra, forstöðumanni íþróttamannvirkja og rekstarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn Keilufélags Akraness. Jafnframt vísar skóla- og frístundaráð málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð til nánari útfærslu á verk- og tímaáætlun á fyrirhuguðum endurbótum á rými keilusalarins.
Bókun skóla- og frístundaráðs er eftirfarandi: Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsunarstarfi í keilusalnum ljúki sem allra fyrst. Sviðsstjóra, forstöðumanni íþróttamannvirkja og rekstarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn Keilufélags Akraness. Jafnframt vísar skóla- og frístundaráð málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð til nánari útfærslu á verk- og tímaáætlun á fyrirhuguðum endurbótum á rými keilusalarins.
Skipulag- og umhverfisráð felur rekstarstjóra og formanni skipulags- og umhverfisráðs að funda með formanni keilufélagsins um framgang málins.
6.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Laugabraut 20
2403126
Kynningarfundur vegna breytinga á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Laugarbrautar 20, Teigasels, fór fram 2. maí á Dalbraut 4.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
7.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir
2301147
Deiliskipulagsrammi vegna breytinga á deiliskipulagi Smiðjuvalla, deiliskipulagsrammi inniheldur stefnumörkun Akraneskaupstaðar um þróun svæðisins til langs tíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagsramma fyrir Smiðjuvelli um stefnumörkun um svæðið.
8.Aðalskipulag breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir
2301057
Breyting vegna þróunarsvæðis C samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Skipulagssvæðið Þróunarsvæði C er skilgreint Smiðjuvallasvæðið norðan Esjubrautar og vestan Þjóðbrautar. Markmið skipulagslýsingar verður að skoða möguleika á þéttri, blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Málið hefur hlotið málsmeðferð skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Garðavöllur - stækkun á landssvæði
24042348
Á fundi bæjarráðs þann 26. apríl 2024 vísaði ráðið erindi Golfklúbbsins Leynis til stjórnsýslulegrar meðferðar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa og sviðstjóra taka saman tölulegar upplýsingar og frekari úrvinnslu málsins.
10.Skógarlundur 4 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2405023
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfi 3A unnin af Nordic fyrir lóðarhafa Skógarlundi 4. breytingin felst í hækka nýtingarhlutfall á lóð úr 0.39 í 0.48. Breytingin kemur til vegna stækkun kjallara um 68 fm.
Mál lagt fram og afgreiðslu frestað.
Fundi slitið - kl. 22:00.
Gestir víkja af fundi.