Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

300. fundur 24. júní 2024 kl. 17:00 - 21:30 Í Klöpp, Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033

2406017

Umfjöllun um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033. Kristjana Helga Ólafsdóttir, fjármálastjóri, og Steinar Adolfsson, sviðstjóri stjórnsýslu- og fjármála, sitja fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Kristjönu og Steinari fyrir umfjöllunina.
Steinar og Kristjana víkja frá fundi eftir þennan lið.

2.Fundargerðir starfshóps um skipulag Jaðarsbakka

24052281

Fundargerð 1.,2. og 3. fundar starfshóps um skipulag á Jaðarsbökkum liggja fyrir.
Fundargerðir lagðar fram.

3.Sunnubraut 21 breyting á útliti - umsókn til skipulagsfulltrúa

2406074

Umsókn lóðarhafa Sunnubraut 21 um leyfi fyrir breytingar innanhúss og breytt útlit á húsi á lóðinni. Í suðvesturhorni íbúðar á neðri hæð verður stúkað af nýtt svefnherbergi og settur nýr gluggi í útvegg. Einnig verður gluggum á norðausturhlið neðri hæðar breytt.
Breyting á skipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir því að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
SAS vék af fundi undir þessum lið.

4.Lækjarflói 25 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2405234

Umsókn frá Þrótti um breytingu á deiliskiplagi Flóahverfis. Breytingin felst í að lóð við Lækjarflóa 25 er stækkuð úr 5.791 fm í 6.211 fm eða um 420 fm í vestur. Byggingarreitur er stækkaður samræmis úr 3.133 fm í 3.456 fm eða um 323 fm. Við stækkun lóðar eykst byggingarmagn um 168 fm.
Breyting á skipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir því að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Dalbraut 31 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2401360

Umsókn lóðarhafa Dalbrautar 31, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að byggja við hús að Dalbraut 31, breyting felst að stækka húsið í suður og suð-austur um 54,5 fm. Viðbygging verður álklædd í dökkum lit með flötu þaki. Grenndarkynnt var frá 7. maí til 10. júní fyrir lóðarhöfum Dalbrautar 21, 29, 41, 43 og Esjuvalla 24 skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fjögur samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.

6.Suðurgata 126, lyftuhús - umsókn til skipulagsfulltrúa

24042320

Umsókn lóðarhafa Suðurgötu 126 um stækkun byggingarreits um 11,9 m2 til austurs. Byggja á lyftu við hús en núverandi lyftuhús verður fjarlægt. Grenndarkynnt var frá 3. maí til 6. júní 2024 fyrir lóðarhöfum Skagabrautar 21, 23, 24, og 25 og Jaðarsbraut 3 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Reynigrund 24 breyting á húsnæði -Umsókn til skipulagsfulltrúa

2403026

Umsókn lóðarhafa Reynigrundar 24, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að breyta núverandi húsi á lóð. Breytingin felst í hækkun á hámarkshæð húss, sem fer úr 3,64 m í 3,82 m. Ennfremur er sótt um breytingu á gluggum á öllum hliðum húss. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 17, 18, 22, 26 og 31 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. apríl til 27. maí 2024. Eitt samþykki barst og tvær athugasemdir.

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.

8.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og 6 vegna Innnesvegar 1 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð lýsir áhyggjum sínum yfir starfsemi að næturlagi og biður um endurskoðun á opnunartíma. Einnig er óskað eftir ítarlegri gögnum um ytri áhrif frá starfseminni er varðar hljóðvist, lykt og ljósmengun.

9.Íþróttahús Vesturgötu 130 - Öryggismyndavélar utanhúss

2405161

Kerfisstjóri óskar eftir að setja upp eftirlitsmyndavélar á íþróttahúsið við Vesturgötu 130. Kostnaðaráætlun er ein milljón kr.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Kostnaður vegna þess skal rúmast innan fjárfestinga við endurgerð hússins.

10.Vesturgata 130 - grenndarkynning - loftræsikerfi

2405106

Breytingar á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Vesturgötu 130. Heimilt verður að koma fyrir loftræsisamstæðu á þaki lágbyggingar fyrstu hæðar við þann gafl er snýr að Háholti. Einnig verður heimilt að klæða gafla hússins með álklæðningu. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Háholts 1 og 3, Brekkubrautar 1, Vesturgötu 123, 125, 127, 129, 131, 133 og 134. Fjórar athugasemdir bárust.
Athugasemdir við grenndarkynningu lagðar fram. Skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögu að svari við þeim athugasemdum sem borist hafa.

11.Endurnýjun gólfefnis Bókasafns Akraness

2405051

Bókasafns Akraness. Farið er að sjá all svakalega á steinteppi í aðalrými bókasafnsins.

Menningar- og safnanefnd þakkar Ingibjörgu fyrir upplýsingar um stöðu mála. Ljóst er að bregðast þarf við hið fyrsta og óskar nefndin eftir því að skipulags- og umhverfissvið meti umfang og kostnað í samráði við forstöðumann bókasafnsins. Verkefnastjóra er falið að koma málinu í farveg.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir áætlun frá rekstrarstjóra fasteignar um umfang verkefnisins.

12.Loftlyftukerfi Laugarbraut 8

2403246

Loftlyftukerfi inn á búsetukjarnann á Laugarbraut 8. Fyrir liggur tilboð frá Öryggismiðstöðinni fyrir loftlyftur inn í þrjár íbúðir og sameignlegt baðherbergi.

Velferðar- og mannréttindaráð styður eindregið við beiðni um viðauka vegna kaups og uppsetningar á loflyftukerfi fyrir búsetukjarnann að Laugarbraut 8. Um nauðsynlegan búnað er að ræða til auka öryggi við umönnun íbúa og stuðla að bættri vinnuvernd fyrir starfsfólk.

Velferðar-og mannréttindaráð vísar erindinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun velferðarráðs og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

13.Grenndargámar á safnasvæði

2304057

Athugasemd og ósk um breytingu á bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 22. maí síðastliðinn.
Eftir ábendingu um að fyrri staðsetning á grenndargámum inni á lóð Byggðasafnsins væri óheppileg vegna öryggissjónarmiða, þá var lagt til að grenndargámum með nýjum veggjum yrði komið fyrir á bílastæðinu sunnan við safnið til bráðabirgða eins og áður. Áhersla er lögð á að grenndargámar þurfa að vera aðgengilegir og í íbúðarhverfum. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að skoða varanlegar staðsetningar á grenndarstöðvum með djúpgámum.

14.Teigasel - færanlegar kennslustofur

2405176

Tilboð í útboðsverk fyrir Teigasel - færanlegar kennslustofur var opnað 21.júní. Opnunarskýrsla lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tilboð frá Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar að upphæð kr. 130.746.799 í verkið og felur sviðstjóra að ganga frá samningi.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00