Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

302. fundur 15. júlí 2024 kl. 17:00 - 19:30 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Lóðir til úthlutunar 2024

2406278

Farið yfir lista yfir þær lóðir sem eru lausar til úthlutunar 2024.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að auglýsa umræddar lóðir til úthlutunar. Ráðið leggur áherslu á góða markaðsetningu á lóðum.

2.Dalbraut 14 - dekkjahótel

2310284

Tímabundið stöðuleyfi fyrir 5 gáma á Breiðargötu 1A kynnt. Gámarnir eru geymslugámar fyrir dekk og eru í eigu N1. Flytja á umrædda gáma af lóðinni Dalbraut 14 vegna brunahættu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu byggingarfulltrúa um tímabundið stöðuleyfi til áramóta 2024 fyrir fimm gáma á Breiðargötu 1A. Ráðið felur sviðstjóra frekari úrvinnslu málsins.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Umsókn NH-2 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2. Gert er ráð fyrir byggingu sem stallar sig frá fjórum og upp í tíu hæðir, ásamt bílakjallara. Skipulagslýsing vegna breytingu á deiliskipulagi á Dalbraut 1 og Stillholti 23 var auglýst skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 3. júní 2024 til 26. júní 2024. Fimm umsagnir bárust.
Umsagnir lagðar fram og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Kirkjubraut 39 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2305092

Umsókn NH-5 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, vegna Kirkjubraut 39. Verið er að stækka lóðina fram að Kirkjubraut um 269,0 m2. Innkeyrsla er staðsett við Háholt í stað Kirkjubrautar. Bílakjallari og rampur er færður í samræmi við nýja innkeyrslu. Erindið var grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. júní til og með 5. júlí 2024. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Háholti 9 og 11, Heiðarbraut 40, Krikjubraut 37,48,50,51,52 og 54. Sjö athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúa er falið að koma með tillögu að svari við athugasemdum.

5.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Laugabraut 20

2403126

Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits, nýjum byggingarreit komið fyrir á lóð Laugabraut 20. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. og 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 frá 22. maí til og með 5. júlí 2024. Ein umsögn og ein athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt greinagerð skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust vegna breytinganna. Senda skipulagsstofnun og auglýst í b-deild.

6.Bjarkagrund 26 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2405261

Umsókn lóðarhafa Bjarkagrundar 26 um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi. Verið er að stækka húsið út að vestanverðu og setja hæð yfir hluta hússins. Nýtingarhlutfall fer úr 0,20 í 0,35.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á þeim forsendum að umrædd tillaga samræmist ekki byggðarmynstri hverfisins.

7.Breið - stígalýsing

2306145

Tillaga um lýsingu á Breiðina, ásamt kostnaðaráætlun.
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.

8.Fundargerðir starfshóps um skipulag Jaðarsbakka

24052281

Fundargerðir 4. fundar og 5. fundar starfshóps um skipulag á Jaðarsbökkum lagðar fram.
Fundargerðir lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00