Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

304. fundur 12. ágúst 2024 kl. 17:00 - 18:30 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Kirkjubraut 39 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2305092

Umsókn NH-5 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, vegna Kirkjubraut 39. Verið er að stækka lóðina fram að Kirkjubraut um 269,0 m2. Innkeyrsla er staðsett við Háholt í stað Kirkjubrautar. Bílakjallari og rampur er færður í samræmi við nýja innkeyrslu. Erindið var grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. júní til og með 5. júlí 2024. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Háholti 9 og 11, Heiðarbraut 40, Kirkjubraut 37,48,50,51,52 og 54. Sjö athugasemdir bárust. Greinargerð skipulagsfulltrúa með svörum við athugasemdum lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust vegna breytinganna. Senda skipulagsstofnun og auglýsa í b-deild.

2.Sorptunnubreyting - útvegun tunna

2308093

Opnunarskýrsla lögð fram. Eftirfarandi tilboð bárust:

Bender ehf, kt: 440202-2250, kr. 29.842.570

Íslenska Gámafélagið ehf, kt: 470596-2289, kr. 35.854.200

Terra hf, kt: 410283-0349, kr. 32.829.850

N1 ehf, kt: 411003-3370, kr. 29.325.830

Kostnaðaráætlun var kr. 33.725.892
Lögð fram umsögn um tilboð í sorpílát fyrir Akranes. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að sviðsstjóri gangi til samninga við lægstbjóðanda, N1 ehf kt: 411003-3370 um framkvæmd verksins.

3.Sementsreitur austur - Framkvæmdaleyfi

2407189

Umsókn um leyfi til framkvæmda skv. 13. málsgrein skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna gatnagerðar í hluta af Sementsreit ásamt tilheyrandi veitum í samræmi við deiliskipulag áfanganna. Deiliskipulag fyrir breyttan Sementsreit var samþykkt í bæjarstjórn 14.7.2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í hluta af Sementsreit ásamt tilheyrandi veitum, skv. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

4.Óviðunandi aðstæður fjargeymslu BÍG

2402172

Skipulags- og umhverfisráð heimsótti byggðasafnið að Görðum og kannaði aðstæður í fjargeymslu safnsins.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir áhyggjur af vörslu muna byggðasafnsins. Sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram.

5.Keilufélag Akraness - húsnæðismál

2311273

Húsnæðismál.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að útbúa kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á keilusal og stoðrýmis.

6.Lagning ljósleiðara - tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

2407079

Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.

Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu á skipulags- og umhverfissviði og málið komi að nýju fyrir bæjarráð að því loknu. Gert er ráð fyrir að málið verði til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst nk. en ráðuneytið óskar svars eigi síðar en 16. ágúst nk. Samþykkt 3:0
Í ljósi þess að tilboð nær til fasteignar sem hefur verið rifinn, leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að tilkynna fjarskiptasjóði um niðurrif viðkomandi fasteignar við Smiðjuvelli 14.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00