Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

305. fundur 19. ágúst 2024 kl. 17:00 - 19:00 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2408110

Fulltrúar frá Merkjaklöpp ehf, Alexander Eiríksson og Guðmundur Sveinn Einarsson, mæta á fundinn og kynna hugmynd að hóteli við Garðavöll með tengingu við golfskálann.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu.
Alexander og Guðmundur véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Keilufélag Akraness - húsnæðismál

2311273

Kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á loftræsingu í keilusal og viðgerð á anddyri lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurbætur í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun.

3.Umferðaröryggi við Brekkubæjarskóla, Garðasel og Vallarsel

2408106

Ábendingar hafa borist um umferðaröryggi við Brekkubæjarskóla, Garðasel og Vallarsel.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir áhyggjur um umferðaröryggi við skóla- og íþróttamannvirki, og felur sviðsstjóra að koma með tillögur að úrbótum.

4.Háholt 31 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2407172

Umsókn lóðarhafa á Háholti 31 um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits. Breytingin felst í byggingu fjögurra þakkvista á íbúðarhúsið Háholti 31.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00