Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

307. fundur 10. september 2024 kl. 18:15 - 20:00 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Skipulags- og umhverfisráð fjallar um næstu skref í verkefninu.
Skipulags- og umhverfisráð hefur komist að eftirfarandi niðurstöðu um næstu skref í skipulagi Jaðarsbakkasvæðis:
Lagt er til að aðalstúku verði snúið samsíða Akraneshöll og samhliða því verði aðalvelli knattspyrnunnar snúið.
Lagt er til að fella starfshóp um Jaðarsbakka niður að svo stöddu og að skipulags- og umhverfisráð fái málið aftur á sitt borð til úrvinnslu.
Áfram verður tryggt gott samráð og samstarf við hagsmunaaðila í gegnum ráðið þegar ráðist verður í útfærslur og hönnun svæðisins.
Skipulagsfulltrúa verður falið að fullklára aðal- og deiliskipulag svæðisins í samvinnu við Basalt og í fullu samráði við ráðið og hagsmunaaðila.
Ráðið vísar ákvörðun um niðurfellingu starfshópsins til afgreiðslu í bæjarráði.
Samþykkt 3:0.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00