Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

308. fundur 16. september 2024 kl. 16:45 - 23:00 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Viðhald fasteigna 2024

2408249

Vettvangsskoðun skipulags- og umhverfisráðs og bæjarfulltrúa á verkstað í Brekkubæjarskóla og í íþróttahúsið á Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða skoðunarferð um svæðið.

2.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Kynning á stöðu mála varðandi samfélagsstöð á Dalbraut 8.

Kristján Garðarsson og Hjörtur Hannesson frá Andrúm koma og fara yfir hönnun á Dalbraut 8.

Kristinn Sveinson og Hildigunnur Árnadóttir koma fyrir hönd starfshópsins og fara yfir vinnu hans.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu.
Gestir víkja af fundi.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta

2207011

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt greinagerð fyrir Dalbrautarreit norðurhluta.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Ægisbraut 1-7 - skipulag lóðar

2405016

Lóðarhafar Ægisbrautar 1-7 óska eftir að hefja formlegt deiliskipulagsferli fyrir lóðirnar sbr. meðfylgjandi deiliskipulagsdrög sem þeir kynntu fyrir bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráði í maí sl.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að stilla upp verkefna- og kostnaðaráætlun fyrir endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Ægisbraut.

5.gangstéttir í botnlangagötum í jörundarholti

2409134

Fyrirspurn íbúa í Jörundarholti um að fella niður gangstétt í botnlanga í jörundarholti 124-142 og heimila þar bílastæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bílastæði verði skilgreind í götunni og einungis heimilt að leggja öðru megin. Skipulagsfulltrúa og umhverfisstjóra falið að útbúa nánari útfærslu.

6.Umferðaröryggi við skóla og íþróttamannvirki

2408106

Umfjöllun um umferðaröryggi við skóla- og íþróttamannvirki.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að kanna með uppfærslu á umferðaröryggisáætlun.

7.Vinnuskólinn 2024

2403177

Skýrsla vinnuskóla Akraness 2024 lögð fram ásamt minnisblaði.
Garðykjustjóri kynnti starfsemi vinnuskólans fyrir sumarið 2024.

8.Garðyrkjustjóri 2024

2401301

Yfirlit yfir verkefni ársins 2024 hjá garðyrkjustjóra ásamt minnisblaði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu á verkefnum garðyrkjustjóra 2024.

9.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Umfjöllun um stefnumótun Akraneskaupstaðar.

Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar.

10.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034

2409132

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025 (2026 - 2034). Bæjarráð vísar áætluninni til skipulags- og umhverfisráðs og óskar þess að ráðið setji fram sína forgangsröðun m.a. miðað við framgang verkefna á árinu 2024. Jafnframt meti skipulags- og umhverfisráð þörfina fyrir viðauka og setji þá fram formlegt erindi þar að lútandi.
Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 23:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00