Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

311. fundur 15. október 2024 kl. 17:00 - 20:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis, klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Umræður um næstu skref málsins.

Vífill Ingimarsson, Hörður Ingi Þórbjörnsson og Auður Daníelsdóttir frá Orkunni og Löður sitja undir þessum lið.
Næstu skref verkefnisins rædd. Gestir víkja af fundi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2406240

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Innnesvegar 1. Umræður um næstu skref málsins.

Vífill Ingimarsson, Hörður Ingi Þórbjörnsson og Auður Daníelsdóttir frá Orkunni og Löður sitja undir þessum lið.
Næstu skref verkefnisins rædd. Gestir víkja af fundi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Starfsmannaaðstaða

2408038

Tillaga að breytingu á starfmannaaðstöðu slökkviliðsins á Akranesi og Hvalfjarðarsveit lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í framlagða tillögu um starfmannaaðstöðu slökkviliðsins við Kalmannsvelli og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

4.Þjónustumiðstöð - húsnæðismál

2410073

Umræður um húsnæðismál þjónustumiðstöðvar. Skýrsla um ástand rýnmisins á Laugarbraut 6A lögð fram.
Í ljósi niðurstöðu skýrslunnar um ástand húsnæðis á Laugarbraut 6A. vill ráðið tryggja bætta vinnuaðstöðu starfsfólks og felur sviðstjóra frekari vinnslu málsins.

5.Ægisbraut 21 - afnot af landi - fyrirspurn

2403033

Umsókn SF smiða um tímabundið afnotaleyfi á lóð Ægisbraut 21. Drög að afnotaleyfi lögð fram.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög að samningi um afnotarleyfi á lóð Ægisbraut 21 verði samþykkt.

6.Gangstéttir í botnlangagötum í jörundarholti

2409134

Tillaga að banna lagningu bíla í 3 götum í Jörundarholti lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu og felur umhverfisstjóra að kynna breytinguna og láta framkvæma verkið.

7.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Drög að útboðsgögnum vegna sölu á fasteign við Suðurgötu 57 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að koma með endanleg útboðsgögn fyrir næsta fund ráðsins.

8.Skipulagsgátt - umsagnarbeiðni vegna endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

2409302

Borgarbyggð óskar eftir umsögn Akraneskaupstaðar við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagið og felur skipulagsfulltrúa að svara beiðninni.

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2027

2409132

Umfjöllun um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2027.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun 2025-2027.

10.Slökkvilið Akraness og Hjalfjarðarsveitar - ósk um sölu bifreiðar

2410133

Ósk um heimild til sölu bifreiðar í eigu stofnunar Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að bifreiðin í eigu slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar verði sett í söluferli. Slökkviliðsstjóra falið umboð til þess.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00