Skipulags- og umhverfisráð
312. fundur
22. október 2024 kl. 18:00 - 19:00
í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
- Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
- Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
- Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
- Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði:
Anna Berta Heimisdóttir
fulltrúi
Dagskrá
1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2027
2409132
Umfjöllun um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2027.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Að fjárfestingar-og framkvæmdaráætlun 2025-2027, verði með þeim hætti að öll stærri verkefni á vegum bæjarins verði kláruð í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Til frekari skýringar er um að ræða verkefni er varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis við Jaðarsbakka, uppbyggingu á C álmu Grundaskóla, endurgerð fyrstu hæðar í Brekkubæjarskóla, gatnagerðarverkefni í Skógahverfi, Sementreit og Flóahverfi.
Varðandi ný verkefni verði horft er til lengra tímabils í áætlun þ.e. 2025-2033. Lagt er til að verkefni sem verði í forgangi á þessu tímabili verði samfélagsmiðstöð á Dalbraut 8, fjölgun um fjórar deildir í Garðaseli, Jaðarsbakkar, uppbygging vallarsvæðis, áhaldahúss í Flóahverfi og í lok tímabils nýr fullbúinn leikskóli. Áður en útboðsgögn verði send út varðandi verkefni sem eiga að byrja 2025, verði horft til hvort tekjuáætlun áranna 2025 til 2026, sé líkleg til að skila sér eða ekki en það er grunnforsenda að verkefni frá framgang.
Að mati ráðsins þurfum við að bregðast við rekstri sveitarfélagsins og ná viðsnúningi á honum áður en við göngum til stærri nýfjárfestinga. Mikilvægt er að viðhald svæða og bygginga sveitarfélagsins gjaldi ekki fyrir nýfjárfestingar sveitarfélagsins og ljóst er að við þurfum að forgangsraða vel og rétt í samræmi við getu sveitarfélagsins. Ráðið hyggst halda þessu vel á lofti á nýju ári og bregaðst við hratt og örugglega þegar tekjuáætlun raungerist.
Varðandi önnur verkefni s.s. innisundlaug og ráðhús að þá verði horft til þess svigrúms sem er til staðar hverju sinni áður en endanleg ákvörðun er tekin um að setja þau af stað.