Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

313. fundur 04. nóvember 2024 kl. 17:00 - 21:40 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Málefni Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf.

2407078

Haraldur Ingi Birgisson sérfræðingur, Jónas Gestur Jónasson frá Deliotte sitja undir þessum dagskrárlið. Bæjarráðsfulltrúarir, Valgarður L. Jónsson og Ragnar B. Sæmundsson sitja einnig fundinn sem og Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri, Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir kynningu á málefnum fasteignafélags Akraneskaupstaðar í tengslum við frjálsa skráningu mannvirkja hjá kaupstaðnum.

Fundargestir víkja af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltrúa

2308168

Umræður um næstu skref verkefnisins.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á umsókn um að fallið verði frá smur og dekkjarverkstæði vegna ábendinga sem bárust í skipulagsferlinu. Einnig óskar ráðið eftir formlegu samþykki eigenda fasteignar á umsókn um breytingar á deiliskipulagi Flatahverfis 1 vegna Innnesvegar 1.
Óskað er eftir frekari gögnum:
- Uppfærð skipulagsgögn miðað við breytingar á forsendum.
- Skipulag lóðar m.t.t akstur- og gönguleiða.
- Nánari lýsing og útfærsla á skjólvegg.
- Útfærsla á merkingum inná lóð.
- Útfærsla að opnunartíma m.t.t við að ekki sé opið að nóttu til.

3.Dalbraut 8, Deiliskipulag

2409016

Farið yfir núverandi stöðu varðandi uppbyggingu á Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að útfærsla að innra skipulagi 1. hæðar samræmist núverandi deiliskipulagi. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram

4.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Drög að útboðsgögnum vegna sölu á fasteign við Suðurgötu 57, lóð Suðurgötu 47, Skólabraut 24 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi útboðsgögn sem leita eftir hugmyndum um uppbyggingu á reitnum verði samþykkt.

5.Jarðefnatippur - útboð 2024

2410304

Lögð fram gögn fyrir verðkönnun á þjónustu á jarðefnatipp.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn vegna þjónustu á jarðefnatipp.

6.Sorptunnubreyting - útvegun tunna

2308093

Staða verkefnis kynnt. Dreifing nýrra tunna, endurmerking, og dreifing pappírspoka fer fram seinnihluta nóvember.
Umhverfisstjóri fór yfir stöðu málsins.

7.Ægisbraut 13 - Leigusamningur um atvinnuhúsnæði

2410279

Drög að leigusamning vegna þjónustumiðstöðvar á Ægisbraut 13 lagður fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi leigusamningur vegna þjónustumiðstöðvar Akranekaupstaður verði samþykktur.

8.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2027

2409132

Umfjöllun um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2027.
Skipulags- og umhverfisráð ítrekar fyrri bókun ráðsins frá 22. október sl. og vísar afgreiðslu áætlunar til bæjarráðs.

9.Stækkun Höfða - tilnefning í undirbúningsnefnd

2410297

Tilnefning í undirbúningsnefnd að stækkun Höfða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að Guðmundur Ingþór Guðjónsson, verði fulltrúi Akraneskaupstaðar í undirbúningsnefnd að stækkun Höfða.

10.Deiliskipulag Ægisbrautar - endurskoðun

2104078

Umræður um næstu skref verkefnisins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hafinn verði undirbúningsvinna að skipulagi Ægisbrautar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

11.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033

2406017

Endurskoðun fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar vegna yfirstandandi árs. Tillöga um viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2024.
Skipulags og umhverfisráð samþykkir aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2024, samtals að fjárhæð kr. 533.880.424 og vísar ákvörðuninni til bæjarráðs. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að útgjöldunum verði mætt með viðauka sem feli í sér aukna lántöku og að bæjarráð vísi málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Fundi slitið - kl. 21:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00