Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar barnasáttmálans
2411005
Akraneskaupstaður hefur unnið markvisst að innleiðingu verkefnisins Barnvænt Sveitarfélag í samstarfi við UNICEF síðan 2021. Nú liggja fyrir 17 aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og myndar aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2023-2025. Aðgerðaáætlun þessi byggir á niðurstöðum stöðumats sem var framkvæmt frá 2021-2023 ásamt helstu niðurstöðum kortlagningar á velferð og réttindum barna á Akranesi. Tilgangurinn verkefnisins er m.a. að innleiða verklag í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar sem miðar að því að tryggja réttindi barna og að starfsfólk taki mið að Barnasáttmálanum með hagnýtum hætti.
Sólveig Sigurðardóttir, deildarstjóri, mætir á fundinn
Sólveig Sigurðardóttir, deildarstjóri, mætir á fundinn
Skipulags- og umhverfisráð fagnar þessum góða áfanga og styður fyrirliggjandi aðgerðaráætlun sem tryggir réttindi barna í allri stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Framkvæmd aðgerðaráætlunar er þegar hafin og leggur ráðið áherslu á áframhaldandi framvindu aðgerða með það að markmiði að sveitarfélagið öðlist viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag á árinu 2025.
2.Vesturgata 62 - gamla íþróttahúsið
2301246
Ástandskoðun Verkís á Vesturgötu 62 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að kynna ástand húsnæðisins fyrir Ríkiseignum samanber minnisblað frá Verkís um ástand þess.
3.Golfklúbburinn Leynir - viðhaldsverkefni húsnæðis vegna lekavandamála
2309071
Ástandsskoðun Verkís á kjallara á Garðavöllum.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að bregðast við ábendingum í skýrslunni og gera áætlun um framhaldsaðgerðir í samráði við forsvarsmenn golfklúbbsins. Þegar áætlunin liggur fyrir verður hún lögð fram til ráðsins.
4.Jaðarsbakkar skipulagsbreytingar - fyrirspurn til bæjarstjórnar
2411032
Fyrirspurn um skipulagsbreytingar á Jaðarsbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir drög að svörum er lúta að skipulagi og uppbyggingu á Jaðarsbökkum og vísar málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
5.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta
2207011
Deiliskipulag Dalbraut norður var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 9. október til 27. nóvember 2024. Tvær athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma.
6.Deiliskipulag Sementsreit- breyting reitum R og I
2407069
Tillaga að breytingu deiliskipulags á Sementsreit kynnt.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
7.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2406240
Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Innnesvegar 1. Sett verður sérákvæði í fyrir landnotkunarflokk VÞ-212 sem heimilar starfsemi bílaþvottastöðvar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði auglýst í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 2:0, Valgarð Lyngdal Jónsson sat hjá við atkvæðagreiðslu undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt 2:0, Valgarð Lyngdal Jónsson sat hjá við atkvæðagreiðslu undir þessum dagskrárlið.
8.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra
2308168
Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Breyting felst í að heimilt verði að hafa starfsemi bílaþvottastöð í húsnæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 2:0, Valgarð Lyngdal Jónsson sat hjá við atkvæðagreiðslu undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt 2:0, Valgarð Lyngdal Jónsson sat hjá við atkvæðagreiðslu undir þessum dagskrárlið.
9.Kirkjubraut, Kalmannsbraut endurgerð
2210065
Kynntar hugmyndir og áætlun frá Stúdíó Jæja í verkið.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ganga frá samningi við Stúdíó Jæja um verkið. Ráðið óskar eftir að fá hönnuði á næsta fund ráðsins.
10.Útboð Miðbæjarreitur - Suðurgata 57, Suðurgata 47, Skólabraut 24
2411193
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs til frekari úrvinnslu. Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að breyta gögnum til samræmis við umræðu á fundinum. Ráðið vísar málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.
11.Dreifing sorptunna og merking
2411226
Björgunarfélag Akraness hefur lagt fram umtalsverða vinnu við upptöku nýrrar úrgangsflokkunar hjá heimilum í sveitarfélaginu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita Björgunarfélagi Akraness styrk vegna framlags þeirra við upptöku nýrrar úrgangsflokkunar hjá heimilum í sveitarfélaginu. Styrkurinn er að upphæð 7.700.000 kr. og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
12.Úrgangsþjónusta á Akranesi 2024-2030 samningur
2406121
Tillaga frá Terru um að losun heimila í Gámu verði eftir gjaldskrá byggt á rúmmetragjaldi, en ekki þyngd. Gjaldskrá verði sambærileg við gjaldskrá sem gildir í endurvinnslustöðvum Sorpu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu Terru um að gjaldskrá á úrgangi heimila í Gámu verði byggð á rúmmetragjaldi en ekki þyngd. Gjaldskrá verði sambærileg gildandi gjaldskrá í endurvinnslustöðvum Sorpu.
Ráðið leggur áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar hjá Gámu. Umhverfisstjóra er falið að útfæra það nánar og leggja fyrir ráðið á ný.
Ráðið leggur áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar hjá Gámu. Umhverfisstjóra er falið að útfæra það nánar og leggja fyrir ráðið á ný.
13.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
2410062
Breytt tillaga um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs.
Fundi slitið - kl. 21:45.