Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Vatnsrannsóknir á Akranesi
2306149
Niðurstöður um rannsóknir á grunnvatnsstöðu á neðri Skaga kynntar. Rannsókn fór fram vegna ábendinga um mögulega hátt grunnvatnsborð á svæðinu.
2.Kirkjubraut 4-6 --, minnkun lóðar - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2411172
Umsókn Al-hönnunar fyrir hönd eigandans, Daníel Daníelssonar, um breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreit. Breytingin felst í að heimilt verði að reka gistiheimili á neðstu hæð Kirkjubrautar 4-6, stækkun á lóð Kirkjubrautar 4-6 og samsvarandi minnkun á lóð Suðurgötu 67. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir breytinguna, dags. 11.11.2024.
Markmið deiliskipulags Akratorgsreit er m.a. að styrkja og endurvekja mikilvægan kjarna í bæjarmyndinni. Eitt af meginatriðum í deiliskipulaginu er að gert sé ráð fyrir alhliða miðbæjarstarfsemi á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum (og þá gistiheimili sem er ákveðið form íbúðarrýmis). Breytingin í gistirými á jarðhæð getur því ekki talist vera í samræmi við markmið núverandi deiliskipulags og jafnframt telst ekki viðeigandi starfsemi á jarðhæð í miðbæ.
Umsóknin nær ekki að vinna úr markmiðum og heimildum á viðeigandi hátt og að ná fram meginmarkmiðum Aðalskipulags Akraness og núverandi deiliskipulags Akratorgsreits. Skipulags- og umhverfisráð hafnar því umsókninni.
Umsóknin nær ekki að vinna úr markmiðum og heimildum á viðeigandi hátt og að ná fram meginmarkmiðum Aðalskipulags Akraness og núverandi deiliskipulags Akratorgsreits. Skipulags- og umhverfisráð hafnar því umsókninni.
3.Drög að samþykki um gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi
2501065
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar 2025 að vísa samþykktinni til skipulags- og umhverfisráðs sem skili umsögn Akraneskaupstaðar til Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Drög að samþykkt lögð fram. Stefnt skal að því að á næsta fundi ráðsins liggi formleg umsögn fyrir.
4.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norður
2207011
Breyting á deiliskipulag Dalbrautarreits norður. Skipulagssvæðið er um 1,9 ha að flatarmáli og nær yfir lóðirnar Þjóðbraut 9, 11, 13 og 13a, Dalbraut 10, 14 og 16. Gert verður ráð þriggja til fimm hæða íbúðarbyggð. Meginhluti hennar verður randbyggð umhverfis inngarð. Heimilt verður að hafa atvinnustarfsemi á jarðhæðum Þjóðbrautar 9 og 11, sem snúa að Þjóðbraut. Lögð verður áhersla á gæði íbúða og tengsl þeirra við umhverfið, bæði göturými/almannarými og garð.
Breyting á deiliskipulagi Dalbrautareits norður var auglýst skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 9. október til og með 27. nóvember 2024. Þrjár athugasemdir bárust.
Greinargerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag lögð fram.
Breyting á deiliskipulagi Dalbrautareits norður var auglýst skv. 1 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 9. október til og með 27. nóvember 2024. Þrjár athugasemdir bárust.
Greinargerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að framlögð greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.
5.Skipulagsgátt - umsagnarbeiðni vegna Galtarlækjar L133627
2501367
Beiðni frá Hvalfjarðarsveit um umsögn við skipulagslýsingu fyrir Galtalæk.
Gögnin eru lögð fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6.Vetrarþjónusta gatna og stíga 2020-25 - Verksamningur - Framlenging
2501378
Yfirferð á samningum varðandi vetrarþjónustu á Akranesi. Annarsvegar hluti I, götur og bílastæði stofnana og hinsvegar hluti II, götur og stígar.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ganga frá samningi við Þrótt um framlengingu þjónustusamnings til eins árs.
7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.
2409132
Yfirferð á helstu framkvæmdaverkefnum Akraneskaupstaðar 2025.
Farið var yfir stöðu helstu framkvæmda hjá Akraneskaupstað 2025. Skipulags- og umhverfisráð þakkar Alfreð Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldshúss, Önnu Maríu Þráinsdóttir, verkefnastjóra, Arnóri Guðmundssyni verkefnastjóra og Lárusi Ársælssyni umhverfisstjóra góða yfirferð.
Fundi slitið - kl. 22:30.
Helstu niðurstöður: Niðurstaða mælinga sýna að grunnvatnshæð er nokkuð stöðug á svæðinu og ekki er sjáanleg hækkun á grunnvatnsyfirborði. Árstíðarbreytingar eru sjáanlegar á hitastigi þar sem það lækkar yfir vetrarmánuðina. Í tveimur holum, G-02 og G-09 koma skyndilegar lækkanir í hitastigi grunnvatns á svipuðum tímabilum um vetur, talið er að þetta orsakist af áhrifum frá snjó og snjóbráð þar sem kaldara vatn matar grunnvatnskerfið. Ekki eru sjáanleg merki um óeðlilegar hækkanir á hitastigi eða innstreymi á heitu vatni.
Rannsóknir við Krókalón benda til þess að fylling undir göngustígnum er lekari enn náttúrulegt efni á svæðinu og því veitir efnið í fyllingunni vatni betur og þar af leiðandi fellur grunnvatnshæð í norður.
Ekki eru sjáanleg merki um hækkun grunnvatns á Neðri Skaga á því tímabili sem mælingar fóru fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóhanni góða kynningu.