Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum
2501063
Áhugi er á að setja upp aðstöðu fyrir líkamsrækt í eldra íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Gögn fyrir tilboð í leigu á húsnæðinu lögð fram. Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri og Daníel Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu þennan fundarlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tilboðsgögn og vísar þeim til bæjarráðs. Samþykkt 2:0, SAS sat hjá við afgreiðslu málsins.
2.Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
2502154
Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi grassláttar fyrir eldri borgara og öryrkja.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fá álit velferðar- og mannréttindaráðs og öldungaráðs á því að vinnuskólinn hætti að vera með grasslátt í görðum fyrir eldri borgara og öryrkja.
3.Grassláttur - umhirða á opnum svæðum - útboð 2024
2410303
Fyrirkomulag á grasslætti á árinu 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að ganga til samninga við Gísla S. Jónsson ehf. um grasslátt sumarið 2025 á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
4.Viðhald gatna og stíga 2025 - Útboð
2502155
Hugmyndir að verkefnum í viðhaldi gatna og stíga 2025.
Hugmyndir um viðhaldsverkefni yfirfarin og umhverfisstjóra falið að vinna kostnaðargreiningu á völdum tillögum.
5.Grundaskóli - lausar kennslustofur (gámar)
2502156
Umræða um sölu og nýtingu á lausum kennslustofum (gámum) við Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna gögn vegna sölu á húsunum. Jafnframt verði skoðað hugsanleg nýting á húsunum fyrir aðra starfsemi Akraneskaupstaðar í samráði við önnur fagráð.
6.Foreldrafélag Grundaskóla - umferðaröryggi á Innnesvegi
2502157
Erindi foreldrafélags Grundaskóla um umferðaröryggi á Innnesvegi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hámarkshraði á Innnesvegi milli Víkurbrautar og Garðabrautar verði 20 km/klst.
7.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut
2502161
Skipulagslýsing lögð fram fyrir nýtt deiliskipulag Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Tillagan mun ná yfir fyrirhugaðar breytingar á göturými við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem eru í samræmi við markmið og stefnu Landskipulagsstefnu og aðalskipulags Akraness.
Tillagan mun ná yfir fyrirhugaðar breytingar á göturými við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem eru í samræmi við markmið og stefnu Landskipulagsstefnu og aðalskipulags Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8.Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits
2502160
Skipulagslýsing lögð fram vegna breytingar á deiliskipulagi Stofnanareits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarreits.
2502163
Skipulagslýsing lögð fram vegna breytingar á deiliskipulagi Miðbæjarreits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Breyting á deiliskipulagi Arnadalsreit
2502162
Skipulagslýsing lögð fram vegna breytingar á deiliskipulagi Arnardalsreits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit
2502159
Skipulagslýsing lögð fram vegna breytingar á deiliskipulagi Akratorgreits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 20:00.