Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

322. fundur 17. mars 2025 kl. 17:00 - 21:34 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Gróa Dagmar Gunnarsdóttir Fulltrúi skipulags og umhverfismála
Dagskrá

1.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut

2502161

Kynning á vinnu við gerð skipulags á Krikjubraut - Kalmansbraut, kynning frá Studio Jæja.



Undir þessum lið sitja í Bjarki Gunnar Halldórsson og Hildur Gunnlaugsdóttir.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir kynninguna og felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu. Stefnir ráðið á að halda vinnufund með íbúum um hönnun almenningsvæða á vormánuðum.

Gestir víkja af fundi.

2.Kirkjubraut 4-6: umsókn til skipulagsfulltrúa

2502214

Umsókn um að færa lóðarmörk á milli Kirkjubrautar 4-6 og Suðurgötu 67. Einnig er sótt um 12 gistiherbergi og skrifstofu á 1. hæð
Málið kynnt. Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari og skýrari gögnum í málinu.

3.Landsnet - kerfisáætlun 2025 - 2034

2502204

Verk- og matslýsing fyrir kerfisáætlun Landsnets 2025-2034 lögð fram.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að ráðið fái kynningu á matsáætlun frá Landsnet meðan að auglýsingartími stendur yfir.

4.Vesturgata 133 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2502165

Ósakað er eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisráðs á fyrirhugðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóðinni Vesturgötu 133. Í breytingu felst stækkun Sólstofu til suðvesturs, hækkun þaks og útlitsbreyting, breytinga á þaki íbúðarhúss á suðausturhlið er gert ráð fyrir að bæta við kvisti jafnframt núverandi kvistir á norðvesturhlið verða fjarlægðir og þaki lyft þannig að úr verður einn stór kvistur sem tekur megin hluta af þakfleti norðvesturhliðar, breytingar á gluggum og gluggasetningum. sjá nánar á meðfylgjandi teikningum dagsettar 14.02.2025
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í stækkun húss felur skipulagsfulltrúa framgang málsins.

5.Fyrirspurn um afnot af gulu skemmunni

2502128

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar 2025 að vísa málinu til skipulags- og umhverfisráðs til ákvörðunar í samvinnu við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og rekstrarstjóra þjónustumiðstöðvar.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra frekari úrvinnslu málsins.

6.Deiliskipulag - Höfðasel

2103268

Farið yfir fundargerð frá kynningarfundi.

Málið rætt og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir eftirfarndi fundargerð felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við málið.

7.Tjaldsvæði í Kalmansvík - framlenging á samningi um rekstur

2502228

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. febrúar 2025 að vísa málinu til skipulags- og umhverfisráðs og tók fram að ráðið gerði ekki athugasemd við framlengingu samningsins til eins árs sbr. fyrirliggjandi heimild í 4. gr. samningsins.

Bæjarráð fól sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til sbr. bókun bæjarráðs um málið að samningur um rekstur tjaldsvæðis verði framlengdur um eitt ár sbr. heimild í 4.gr. samningsins.

8.Breyting á deiliskipulagi Smiðjuvellir - Smiðjuvellir 2,4,6

2503194

Fyrirspurn Vignis g. Jónssonar um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla, vegna framtíðarsýnar fyrirtækisins á Akranesi. Um er að ræða húsnæði sem húsa myndi frysti- og kæliklefa á lóðinni Smiðjuvellir 2 og hinsvegar hús undir umbúðageymslu á lóðinni Smiðjuvellir 6, sjá meðfylgjandi uppdrátt dagsett. 04.03.2025
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomin gögn og fagnar hugmyndum um eflingu á starfsemi Vignis G. Jónssonar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram m.t.t. þess að skipulag á svæðinu í heild gangi eftir þ.m.t. íbúðauppbygging á Smiðjuvöllum 12-22.

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2409132

Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.
Farið í gegnum stöðu fjárfestingaráætlunar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir samtali við bæjarráð um breytingar á fjárfestingaáætlun 2025.

10.Þjóðvegur (gamli) - tímabundin lokun.

2202035

Á fundi 19.2.2024 samþykkti ráðið lokun á Elínarvegi (áður gamli Þjóðvegur) til bráðabirgða, og rennur gildistími þeirrar samþykktar út núna í mars. Lokunin hefur samt verið takmörkuð vegna framkvæmda syðst á veginum.

Gerð er tillaga um að lokunin verði endurnýjuð án tímamarka. Staðsetning lokunar verði norðan við gatnamót að Innstavogi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytta staðsetningu á hliði og áframhaldandi lokun á veginum. Umferð þeirra sem þurfa að nota veginn verður með sama hætti og verið hefur.

11.Ályktun aðalfundar Skotfélags Akraness 2025

2503051

Aðalfundur Skotfélags Akraness (SKA) skorar á Akraneskaupstað að hraða framkvæmdum í kjallara íþróttahússins að Vesturgötu þar sem inniaðstaða SKA áður var hýst.



Skóla- og frístundaráð vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að kjallari sé skipulagður m.t.t. þeirra starfsemi sem þar á að vera og vísar þeirri vinnu til skóla- og frístundarráðs. Þegar það liggur fyrir þarf að kostnaðarmeta endurbætur og áætla tímasetningar.

12.Umsókn um afnot af rými í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu

2503052

Pílufélag Akraness óskar eftir afnotum af herbergjunum, sem áður voru nýtt undir kraftlyftingar inn af núverandi píluaðstöðu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í að veita pílufélaginu tímabundin afnot af herbergjum inn af núverandi píluaðstöðu, að því gefnu að ekki falli til kostnaður á Akraneskaupstað við nýtingu rýmanna. Forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram í samráði við rekstrarstjóra og sviðsstjóra
Samkvæmt ástandsskýrslu Verkís eru gerðar athugasemdir við heilnæmi rýma í kjallara. Ráðið telur því óráðlegt að fara í umrædd rými í kjallara án frekari skoðunar og aðgerða.
Skipulags- og umhverfisráð telur fyrsta skrefið að kjallari sé skipulagður m.t.t. þeirra starfsemi sem þar á að vera og vísar þeirri vinnu til skóla- og frístundarráðs. Þegar það liggur fyrir þarf að kostnaðarmeta endurbætur og áætla tímasetningar.

13.Viðhald gatna og stíga 2025 - Útboð

2502155

Umhverfisstjóri kynnir endurskoðaða áætlun yfir viðhald gatna og stíga.
Umhverfisstjóra falið að hefja vinnu við útboðsgögn.

14.Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

2502154

Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja - afgreiða og bóka niðurstöðu
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókanir velferðar- og mannréttinaráðs og öldungarráðs um málið. Ráðið áréttar að vinnuskólinn hafi ekki mannafla til að sinna verkefninu. Því er mikilvægt að velferðar og mannréttindarráð móti verklag m.t.t aðkeyptrar þjónustu.

15.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Verkefnaskrá stjórnsýslu Akraneskaupstaðar kynnt með sértaka áherslu á skipulags- og umhverfissvið.
Farið yfir verkefnaskrá og forgangsverkefni 2025. Ráðið stefnir að því að taka verkefnaskrána reglulega fyrir á tveggja mánaða fresti.

16.Skólp frá Akranesi - skilgreining á síður viðkvæmum viðtaka

2205175

Lagt fram staðfesting UST á flokkun viðtaka vegna fráveitu
Umhverfisstjóri kynnti niðurstöðu Umhverfis- og orkustofnun um skilgreiningu á viðtaka á skólpi sem síður viðkvæmum til 13.mars 2029, en þá skal endurskoða skilgreininguna með endurtekinni vöktun á viðstfræðilegum gæðaþáttum stjórnar vatnsmála.

Fundi slitið - kl. 21:34.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00