Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Suðurgata 126 breyting á deiliskipulag Sementsreit - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2504041
Sótt um breytingu á deiliskipulagi Sementsreit, vegna lóðar Suðurgötu 126. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja við íbúðarhúsnæði á lóð skilgreint sem B-hluti ásamt því að heimilt verði að byggja bifreiðargeymslu allt að 39 fm sem skilgreint er sem C-hluti.
2.Sólmundarhöfði 7 breyting á deiliskipulag Sólmundarhöfða - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2504059
Umsókn um að heimilt verði að setja fjarskiptamastur á lyftustokk húsinss. Óskað er eftir að koma fyrir farsímaloftneti 3,2m ofan á núverandi lyftustokk. Annað er óbreytt.
Skipulag- og umhverfiráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Bjarkargrund 20,22,24,26,28,30 og
Furugrund 18,20,22,24,26 og 28 og Höfðabrund 14b,14c og Sólmundarhöfða 5.
Furugrund 18,20,22,24,26 og 28 og Höfðabrund 14b,14c og Sólmundarhöfða 5.
3.Tilboðsgögn Miðbæjarreitur - Suðurgata 57, Suðurgata 47, Skólabraut 24
2411193
Óskað var eftir tilboðum í Miðbæjarreit sem tók til lóða Suðurgötu nr. 57, Suðugötu nr. 47a og Skólarbrautar nr. 24, auglýst var frá 11. febrúar til 8.apríl síðastliðinn. Enginn tilboð bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að málinu sé haldið opnu. Áhugsamir aðilar geti nálgast Akraneskaupstað með hugmyndir um uppbyggingu á reitnum í takt við þá aðferðafræði sem lagt var upp með í tilboðsgögnum.
4.Suðurgata 122 - fyrirspurn um kaup á húsi
2503217
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 27. mars 2025 og vísaði til efnislegrar umfjöllun í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð sér ekki frammá að ástæða sé fyrir Akraneskaupstað að kaupa hús við Suðurgötu 122. Ráðið leggur því til við bæjarráð að húsið verði ekki keypt.
5.Sementsverksmiðjan - áframhaldandi rekstur
2409322
Bæjarráði fjallaði um málið á fundi sínum þann 27. mars 2025 og vísaði því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir því í skipulagi reitsins að sementsinnflutningur sé til frambúðar á reitnum. Ráðið leggur því til við bæjarráð að sú afstaða sé ítrekuð við umsækjanda.
6.Jarðefnatippur - þjónusta - tilboð 2025
2410304
Þrjú tilboð bárust í verkið jarðefnatippur, þjónusta.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Þróttur ehf. 41.900.000 kr.
Keilir ehf. 38.900.000 kr.
Gísli Jónsson ehf. 43.244.000 kr.
Kostnaðaráætlun var 32.320.000 kr.
Skipulags- og umhverfisráð hafna öllum tilboðum þar sem hagstæðasta tilboðið er 20,4% yfir kostnaðaráætlun verksins.
Þróttur ehf. 41.900.000 kr.
Keilir ehf. 38.900.000 kr.
Gísli Jónsson ehf. 43.244.000 kr.
Kostnaðaráætlun var 32.320.000 kr.
Skipulags- og umhverfisráð hafna öllum tilboðum þar sem hagstæðasta tilboðið er 20,4% yfir kostnaðaráætlun verksins.
7.Gáma - Breytt fyrirkomulag
2501066
Umræða um breytt fyrirkomulag í Gámu.
Vegna framkominna ábendinga og athugsemda um gjaldheimtu á Gámu, felur skipulags-og umhverfisráð umhverfisstjóra að skoða möguleika á breytingum á gjaldskrá í samráði við Terru.
8.Vorhreinsun 2025
2504088
Á landsvísu er Stóri plokkdagurinn auglýstur 27. apríl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að vikuna 24. apríl til 1. maí næstkomandi verði auglýst vorhreinsun í bænum. Settir verða gámar fyrir garðúrgang og blandaðan úrgang. Staðsetningar á gámum verða á tveimur stöðum sem auglýstar verða sérstaklega.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.