Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

74. fundur 29. maí 2001 kl. 13:00 - 16:30
74. fundur skipulagsnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 29. maí 2001 kl. 13:00.
 
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Heiðrún Janusardóttir varamaður.

Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs og Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
 
1. Akursbraut 9, aðalskipulag.  Mál nr. SN000051
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík
Aðalskipulag sem auglýst var samkvæmt 2. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Breytingin fólst í að lóðin verði fyrir verslunar- og íbúðarhúsalóð í stað iðnaðar.  Tillagan var auglýst frá og með 30. mars 2001 til og með 27. apríl 2001, athugasemdafrestur var til 11. maí 2001.
Athugasemdir frá Hauki Þórissyni vegna Akursbrautar 11a, Guðmundi Hallgrímssyni vegna Akursbrautar 11b, Reynir Sigurbjörnsson vegna Akursbrautar 11c og Birni Guðmundssyni vegna Akursbrautar 11d, bréf dags. 26. apríl 2001.
?Undirritaðir fulltrúar eigenda húseignarinnar við Akursbraut 11a?11d mótmælum, með bréfi þessu, eindregið þeim breytingum á aðalskipulagi Akraness 1992-2012 sem kynnt hefur verið í auglýsingu frá 23. mars s.l..  Samkvæmt auglýsingunni nær breytingin til lóðarinnar nr. 9 við Akursbraut og felst í að lóðin verði skilgreind fyrir blandaða landnotkun þ.e. verslunar- og íbúðalóð í stað iðnaðar.
Fasteignirnar að Akursbraut 9 og 11a-11d eru sambyggðar og því telja undirritaðir að það rýri verulega notagildi Akursbrautar 11a-11d verði landnotkun Akursbrautar 9 breytt í verslunar- og íbúðalóð.  Einnig telja undirritaðir að slík breyting skapi Akraneskaupstað ábyrgð gagnvart húseigendum Akursbrautar 11a-11d og hugsanlega kaupskyldu eignanna, komi til einhverra takmarkana á núverandi starfsemi í húsnæði þeirra, sbr. 33. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Samkvæmt framansögðu óskum við eftir því að breytingin á aðalskipulagi Akraness 1992-2012 vegna landnotkunar lóðarinnar við Akursbraut 9 verði ekki samþykkt.?
Athugasemdir frá Steingrími Benediktsson heilbrigðisfulltrúa fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, bréf dags. 10. maí 2001.
?Vísað er til auglýsingar dags. 23. mars 2001 vegna þessa erindis.  Þar er beðið um athugasemdir við breytingu á gildandi aðalskipulagi Akraness.  Með breytingunni á að skilgreina lóðina við Akursbraut 9 fyrir blandaða landnotkun, þ.e. verslunar- og íbúðalóð í stað iðnaðarlóðar.
Vegna þessara fyrirætlana vill heilbrigðiseftirlitið minna á reglugerð nr. 933/1999 um hávaða og telur jafnframt nauðsynlegt að gerð verði sérstök úttekt á hljóðvist í fyrirhuguðu íbúðarhúsnæði og það hannað þannig að hljóðstig innandyra verði í samræmi við reglugerðina.
Þarna stendur til að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðir.  Í næsta nágrenni eru fyrirtæki í viðurkenndu iðnaðarhúsnæði eins og trésmiðja, blikksmiðja og bílaverkstæði.  Þá er fiskimjölsverksmiðja handan götunnar.  Í framtíðinni er ómöglegt að segja til um hvaða iðnaðarstarfsemi gæti komið á svæðið ef eigendaskipti verða á húsnæði.
Í reglugerð um hávaða eru tiltekin sérstök viðmiðunarmörk fyrir leyfilegan hávaða.  Í gr. 6 í reglugerðinni segir svo m.a.:  ?Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða.?
Af þessu leiðir að ef íbúar í væntanlegum íbúðum verða fyrir óþægindum, má gera ráð fyrir að þrengt verði að rekstri fyrirtækjanna með auknum kröfum á þau um hávaðavarnir.  Eðlilegast hlýtur því að vera að ganga þannig frá íbúðunum að slíkt verði ekki að ræða.?
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin breyting á aðalskipulagi verði samþykkt með eftirfarandi skilyrðum:  Með tilliti til framkominna athugasemda er aðalskipulagsbreyting þessi samþykkt með því skilyrði að húseigendur að Akursbraut 9 ábyrgist að íbúðir uppfylli ströngustu kröfur byggingarreglugerðar um hljóðvist.  Miða skal við að starfsemi á lóðum nr. 7 og 11a-d, falli undir skilgreiningu skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 um athafnasvæði.  Kröfur um hljóðvist skulu taka til hljóðs sem berst bæði með beinum og óbeinum hætti.
Ekki er deiliskipulag í gildi fyrir svæðið.  Nefndin leggur til að útbúin verði og lögð fram fullgild deiliskipulagsgögn fyrir lóðir nr. 9 og 11a-d við Akursbraut, til auglýsingar og kynningar.
 
2. Kirkjubraut 23. (000.862.05) Mál nr. SN010021
Bréf Margrétar Frímannsdóttur og Bergs Garðarssonar þar sem þau óska eftir að gert verði ráð fyrir bílskúr á lóðinni, með aðkeyrslu frá Merkigerði í deiliskipulagi sem verið er að vinna að við Akratorgsreit.  Meðfylgjandi er riss af lóðinni.
Afgreiðslu erindis bréfritara frestað þar til að framkomnar hugmyndir hafa verið teknar til umfjöllunar við endurskoðun deiliskipulags Akratorgsreits sem nú stendu yfir.
 
3. Steinsstaðaflöt 25-35, breyting á skilmálum.    Mál nr. SN010022
191057-3339 Þorvaldur Þorvaldsson , Hjaltabakka 2, 109 Reykjavík
Bréf Bjarna Vésteinssonar fyrir hönd Þorvaldar, þar sem leitað er eftir umsögn skipulagsnefndar um frávik frá skipulagsskilmálum, varðandi byggingu raðhúsa á lóðunum nr. 25-35.  Meðfylgjandi er riss af sniði húsanna og afstöðumynd á lóð.
Skipulagsnefnd telur ófrávíkjanlegt að á lóðunum nr. 25, 27, 29, 31, 33 og 35 við Steinsstaðaflöt verði 2. hæða hús.  Miða skal við að 2. hæð verði lágmark 1/3 hluti af heildarflatarmáli hússins að meðtalinni bílgeymslu.
 
4. Háteigur, gatnagerð, bréf.    Mál nr. SN010020
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi álit skipulagsnefndar um að gera Háteig að botnlangagötu.  Meðfylgjandi er undirskriftalisti  íbúa við Háteig og nágrenni, dags. 14. maí 2001.
Með tilliti til breiddar götunnar telur skipulagsnefnd rétt að halda áfram einstefnu umferðar um Háteig í átt að Suðurgötu.  Jafnframt telur nefndin ekki möguleika á að loka Háteig við Suðurgötu þar sem ekki er svigrúm til að útfæra snúningspláss í enda Háteigs við Suðurgötu.
 
5. Skólabraut 14, áfengisleyfi.   (000.912.01) Mál nr. SN010019
Bréf bæjarritara dags. 16. maí sl. varðandi endurnýjun á áfengisleyfis fyrir veitingastaðinn Hróa Hött.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi umsókn veitingastaðarins Hróa hattar um áfengisleyfi, þar sem hún er í samræmi við skipulagsskilmála svæðisins.
 
6. Umferðarmál.    Mál nr. SN010001
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarstjórnar dags. 25. apríl sl. varðandi samþykkt bæjarstjórnar um hámarkshraða  og akstur flutningabifreiða um Kirkjubraut og Skólabraut.
Skipulagsnefnd leggur til að byggingar- og skipulagsfulltrúa verði falið að senda öllum vöruflutningaaðilum á svæðinu bréf, með hvatningu um að beina umferð vöruflutningabíla af Kirkjubraut.  Jafnframt sé óskað eftir upplýsingum um eðli og umfang þeirra vöruflutninga sem um er að ræða.  Með hliðsjón af viðbrögðum flutningsaðila verði mögulega skoðað með ferkari aðgerðir til að beina umferð vöruflutningabíla af Kirkjubraut. 
Jafnframt leggur nefndin áherslu á að framtíðar vöruflutningaleið um Þjóðbraut verði fullgerð sem fyrst.  Ennfremur verði við fyrirliggjandi endurskoðun deiliskipulag hafnarsvæðis farið yfir útfærslu á gatnamótum Faxabrautar og Akursbrautar með tilliti til aksturs stórra flutningabíla.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  16:30.
 
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00