Skipulagsnefnd (2000-2002)
108. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 6. maí 2002 kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Edda Agnarsdóttir,
Sigurlína G. Júlíusdóttir,
Heiðrún Janusardóttir,
Lárus Ársælsson.
Auk þeirra: Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundargerð.
1. Ásar/Skógrækt 132385, áfengisleyfi (000.745.04) Mál nr. SN020024
580169-6869 Golfklúbburinn Leynir, Grímsholti, 300 Akranesi.
Bréf bæjarritara dags. 22. apríl 2002 þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um veitingu áfengisleyfis.
Ekki er til staðar staðfest deiliskipulag af svæðinu. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um leyfi til áfengisveitinga í félagsheimili golfklúbbsins þar sem það er ekki í ósamræmi við drög af deiliskipulagi fyrir svæðið.
2. Deiliskipulag óskipulagðra svæða, kostnaðarmat Mál nr. SN020028
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 23. apríl 2002 varðandi kostnaðarmat vegna deiliskipulagsvinnu óskipulagðra svæða.
Lagt fram. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.
3. Sunnubraut 8, viðbygging bílgeymslu (000.872.13) Mál nr. SN020027
130145-3619 Grétar Guðni Guðnason, Sunnubraut 8, 300 Akranesi.
Erindi byggingarnefndar dags. 16. apríl 2002, varðandi umsögn nefndarinnar um viðbyggingu við bílgeymslu á lóðinni.
Skipulagsnefnd lítur svo á með hliðsjón af deiliskipulagsskilmálum Akratorgsreit, að þetta aukna byggingarmagn sé innan ramma skipulagsins.
4. Flatahverfi deiliskipulag klasi 3, Tindaflöt, breyting. Mál nr. SN020018
Breyting á deiliskipulagi lóðanna nr. 1 til 17, samkvæmt teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar Almennu verfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Skipulagsnefnd getur fallist á framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða við Tindaflöt og lengingu botnlanga fyrir framan lóð nr. 5, með þeim skilyrðum að kostnaður vegna lengingu götunnar falli á lóðarhafa.
Nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt íbúum við Tindaflöt samkvæmt 2. mgr. 26. grein laga nr. 73/1997.
5. Golfvöllur - skógrækt, deiliskipulag. Mál nr. SN020005
Umræður vegna vinnu við deiliskipulag á ofangreindu svæði.
Lagt fram.
6. Krókatún 22-24, grenndarkynning (000.743.03) Mál nr. SN020025
700498-2209 Skaginn hf, Bakkatún 26, 300 Akranesi.
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar fh. Skagans hf. varðandi viðbyggingu við húsið nr. 22-24 við Krókatún. Óskað er eftir því að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt 43. gr. laga nr. 73/1997
Nefndin leggur til að erindið verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Bakka-, Deildar-, Grundar- og Krókatún, samkvæmt 43. grein laga nr. 73/1997. Jafnframt verði gangandi umferð tryggð að fjöru, í lóðamörkum 20 og 22 við Krókatrún. Viðbótar landfylling og sjóvarnir verði á kostnað lóðarhafa.
7. Miðbæjarreitur deiliskipulag, Miðbær 3. (000.583.03) Mál nr. SN020023
211259-5239 Sveinn Arnar Knútsson, Bjarkargrund 2, 300 Akranesi.
Bréf Sveins ódagssett, varðandi ósk um breytta innkeyrslu frá Kalmansbraut
Skipulagsnefnd sér ekki ástæðu til þess að breyta núverandi innkeyrslum inn á Miðbæjarsvæðið.
8. Þjóðbraut 14, breyting á deiliskipulagi (001.855.09) Mál nr. SN020026
500269-4649 Olíufélagið HF, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík.
Umsókn Kristjáns Ásgeirssonar fh. Olíufélagsins hf. um breytingu á deiliskipulagi, hvað varðar aðkeyrsluleiðir og skipulag lóðar, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá ALARK arkitektum sf. Hamraborg 7 200 Kópavogi.
Nefndin leggur til að framkomin tillaga verði auglýst samkvæmt 25. grein laga nr. 73/1997. Jafnframt verði afstaða til Flatahverfis sýnd á uppdrætti.
9. Ægisbraut, deiliskipulag Mál nr. SN010004.
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Lokatillaga hönnuða Arkitektar Hjördís og Dennis að deiliskipulagi lögð fram.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að láta lagfæra texta og kort í samræmi við athugasemdir nefnarmanna á fundinum. Nefndin leggur til að erindið verði auglýst samkvæmt 25. grein laga nr. 73/1997.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:20