Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

2. fundur 02. desember 2014 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Viðbótarstarfsdagur (hálfur) - vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla.

1409134

Á fundi fjölskylduráðs 30.09.2014 var lagt fram bréf leikskólastjóra þar sem óskað var eftir að leikskólarnir fengju heimild fyrir 1/2 starfsdegi til viðbótar sem nýttur yrði til samstarfs starfsfólks leik-, grunn- og tónlistarskóla til að vinna að framgangi skólastefnu Akraness. Fjölskylduráð óskaði eftir umsögn frá Skagaforeldrum og einnig að unnin yrði samantekt um fjöldastarfsdaga í nokkrum sveitarfélögum áður en erindið yrði afgreitt.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Magnús V. Benediktsson skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda grunnskóla, Ingunn Ríkharðsdóttirskólastjóri Garðasels áheyrnafulltrúi skólastjórnenda leikskóla, Elísabet Einarsdóttir áheyrnafulltrúi Skagaforeldra í málefnum grunnskóla, Jónína Margrét Sigmundsdóttir áheyrnafulltrúi Skagaforeldra í málefnum leikskóla, Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna leikskóla og Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna grunnskóla.
Borist hefur svar frá Skagaforeldrum þar sem fram kemur að þeir geti ekki mælt með fjölgun starfsdaga leikskóla. Einnig kemur fram sú skoðun að lokun leikskóla yfir sumarið henti mörgum foreldrum illa.
Skóla- og frístundaráð frestar afgreiðslu málsins fram til fyrsta fundar á nýju ári.

2.Fjárhagsáætlun 2015 - fjölskyldusvið

1406194

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar verður lögð fram til seinni umræðu bæjarstjórnar 11. desember n.k..
Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs sem snýr að málefnum leik- og grunnskóla.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að veitt verði framlag að upphæð kr. 3.500.000 í þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2015.

3.Starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015

1410073

Á síðast fundi skóla- og frístundaráðs voru lögð fram drög að starfsáætlun skóla- og frístundasviðs. Fyrir fundinum liggur tillaga, lítillega breytt frá fyrri fundi.
Skóla- og frístundaráð frestar afgreiðslu málsins.
Jónína, Ingunn og Guðríður viku af fundi kl. 17:30.

4.Ytra mat á grunnskólum - Brekkubæjarskóli

1302117

Vorið 2013 fór fram ytra mat í Brekkubæjarskóla á vegum matsteymis frá Námsmatsstofnun. Fjórir þættir voru einkum skoðaðir; Stjórnun,nám og kennsla, innra mat og skólabragur. Í heildina voru niðurstöðu mjög jákvæðar en bent á ýmis atriði sem færa mætti til betri vegar. Nú þegar hefur ein skýrsla verið send ráðuneytinu en nú um áramót mun skólinn skila seinni skýrslunni þar sem farið er yfir í hvaða úrbætur hefur
verið ráðist
Magnús V. Benediktsson skólastjóri Brekkubæjarskóla fór yfir umbótaáætlun vegna ytra matsins.

5.Samræmd könnunarpróf 2014 haust

1312003

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa sem fram fóru í haust hafa nú borist skólunum en prófin eru lögð fyrir í 4., 7. og 10. bekk.
Farið yfir niðurstöður og þær ræddar. Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að nýta niðurstöðurnar til að skoða styrkleika og áskoranir í skólastarfi og tryggja að árangur verði sem bestur.

6.Skólastarf í tölum 2014-2015

1408176

Á hverju ári tekur deildarstjóri sérkennslu- og starfsþróunar saman ýmsar upplýsingar sem tengjast skólastarfi á Akranesi. Upplýsingarnar má nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

7.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Bréf frá skólastjóra Grundaskóla þar sem óskað er eftir fjármagni til að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á tölvubúnaði og fleiru. Bæjarráð óskar eftir umsögn skóla- og frístundaráðs
Skóla- og frístundaráð tekur undir nauðsyn þess að ráðast í endurbætur á tölvubúnaði í skólanum og mælir með því við bæjarráð að orðið verði við þessari beiðni.

8.Námsupplýsingakerfi grunnskóla

1412003

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 25.11.2014. Í bréfinu er tilkynnt um að ráðuneytið hyggst styðja með fjárframlagi þá skóla sem munu taka upp námsupplýsingakerfi sem nýtast mun við áætlanagerð, skólanámskrárgerð og nýtt námsmat. Ráðuneytið hefur sett fram upplýsingar um hvaða gæðaviðmið upplýsingakerfið þarf að uppfylla til að vera styrkhæft. Skólarnir á Akranesi geta fengið kr. 270.000 hvor vegna þessa verkefnis.
Skóla- og frístundaráð hvetur til þess að málið verði skoðað með það fyrir augum að upplýsingakerfi grunnskólanna uppfylli þau gæðaviðmið sem fram koma í kröfulýsingu ráðuneytisins.

9.Samræmd könnunarpróf 2015

1411105

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarráðuneytinu þar sem kynntar eru dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á árinu 2015.
Lagt fram.
Sigurður Arnar, Elísabet, Borghildur og Magnús viku af fundi kl. 18:49

10.Knattspyrnufélag ÍA - styrkbeiðni

1411194

Bæjarráð Akraness hefur sent skóla- og frístundaráði erindi frá Knattspyrnufélags ÍA dagsett 25.11.14 til umsagnar. Í erindi er falast eftir styrk frá Akraneskaupstað í ljósi góðs árangurs meistaraflokks karla á síðasta keppnistímabili.
Skóla- og frístundaráð finnur erindi frá Knattspyrnufélagi ÍA ekki farveg innan gildandi Viðmiðunarreglna Akraneskaupstaðar vegna viðurkenninga fyrir unnin afrek í íþróttum. Skóla- og frístundaráð telur tímabært að Viðmiðunarreglurnar verði endurskoðaðar í samvinnu við Íþróttabandalagið.

11.Leigu- og rekstrarsamningur ÍA og Akraneskaupstaður

1412007

Skóla- og frístundaráð frestar afgreiðslu málsins.

12.Golfklúbburinn Leynir - styrkbeiðni

1411212

Erindi hefur borist frá Golfklúbbnum Leyni þar sem vakin er athygli á því að kvennasveitin hafi hlotið Íslandsmeistaratitili á árinu og að af svipuðu tilefni hafi bæjaryfirvöld veitt sérstakan stuðning. Óskað er eftir afstöðu skóla- og frístundaráðs til erindisins.
Skóla- og frístundaráð finnur erindi frá Gólfklúbbnum Leyni ekki farveg innan gildandi Viðmiðunarreglna Akraneskaupstaðar vegna viðurkenninga fyrir unnin afrek í íþróttum. Skóla- og frístundaráð telur tímabært að Viðmiðunarreglurnar verði endurskoðaðar í samvinnu við Íþróttabandalagið.
Sigríður Indriðadóttir formaður vék af fundi kl. 19:26.

13.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Skátafélag Akraness hefur óskað eftir að samningur við félagið vegna Skátaskálans í Skorradal verði endurnýjaður. Einnig er óskað eftir aðkomu Akraneskaupstaðar vegna viðhaldsverkefna. Félagið hefur verið í viðræðum við Umhverfis- og framkvæmdasvið vegna viðhaldsverkefnanna.
Skóla- og frístundaráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að endurskoða samninginn í samvinnu við Skátafélagið og leggja fram drög að nýjum samningi fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00