Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2015
1503281
Á fundinn mættu Margrét Þóra Jónsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna leikskóla. Farið var yfir stöðuna á skráningu barna í sumarskóla leikskóla Akraneskaupstaðar. Skráning er góð og henni mun ljúka 10. apríl nk.
2.Launað námsleyfi
1503100
Umsókn hefur borist um launað námsleyfi frá leikskólakennara í Garðaseli vegna skólaársins 2015-2016.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er áætlað fjármagn í fjárhagsáætlun ársins í námsleyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar.
3.Leikskólakennaranám - launað leyfi
1503061
Fyrirspurn hefur borist frá nemendum í leikskólakennarafræðum sem starfa við leikskóla á Akranesi um heimild til að sinna starfsnámi án launaskerðingar. Um er að ræða fjögurra vikna tímabil á vorönn 2015.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið en frestar afgreiðslu þess á meðan frekari upplýsinga er aflað og erindið verður tekið fyrir að nýju.
4.Tvöföld leikskólavist. Leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélga
1503165
Í undantekningartilvikum koma beiðnir til sveitarfélaga þar sem foreldrar sem hafa sameiginlegt forræði, óska eftir leikskóladvöl í tveimur sveitarfélögum. Foreldrar hafa þá komið sér saman um að barn dvelji til skiptist hjá foreldrum, oft viku í senn hjá hvoru þeirra. Þá vakna spurningar um hvernig beri að fara með leikskólagjaldið, eiga foreldrar að greiða tvöfalt leikskólagjald í báðum sveitarfélögunum.
Skóla- og frístundaráð telur eðlilegt að foreldri greiði leikskólagjald samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá hverju sinni og helming fæðisgjalds. Foreldri njóti eftir efnum og ástæðum þeirra afslátta sem kveðið er á um í gjaldskránni.
5.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar breyting apríl 2015
1504007
Í Verklagsreglum um starfsemi leikskóla er fjallað um sumarleyfi leikskólabarna og sumarlokun. Verklagsreglurnar hafa ekki verið endurskoðaðar í ljósi 5 vikna sumarlokunar og sumarskóla. Því er lögð til breyting á grein 2.3. sem í núgildandi reglum hljóðar svo:
Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka lengra sumarleyfi en 4 vikur eða taka það það á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun leikskóla, skal fella niður fæðisgjald ef um er að ræða tvær vikur eða lengri fjarvistir samfellt.
Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka lengra sumarleyfi en 4 vikur eða taka það það á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun leikskóla, skal fella niður fæðisgjald ef um er að ræða tvær vikur eða lengri fjarvistir samfellt.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að breytingu á grein 2.3. í verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar sem verður svohljóðandi:
"Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka lengra sumarleyfi en lokun leikskóla varir eða taka það á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun skal fella niður fæðisgjald ef um er að ræða tvær vikur eða lengri fjarvistir samfellt.
Leikskóla og fæðisgjald er eingöngu fellt niður þann tíma sem sumarlokun leikskóla stendur."
"Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Óski foreldrar eftir því að taka lengra sumarleyfi en lokun leikskóla varir eða taka það á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun skal fella niður fæðisgjald ef um er að ræða tvær vikur eða lengri fjarvistir samfellt.
Leikskóla og fæðisgjald er eingöngu fellt niður þann tíma sem sumarlokun leikskóla stendur."
6.Ársskýrsla sérfræðiþjónustu 2013-2014
1409145
Deildarstjóri sérfræðiþjónustu og skólaþróunar tekur saman upplýsingar um sérfræðiþjónustu skóla vegna hvers skólaárs.
Á fundinn mættu Hrönn Ríkharðsdóttir og Magnús V. Benediktsson áheyrnafulltrúar skólastjóra grunnskóla, Borghildur Birgisdóttir og Elís Þór Sigurðsson áheyrnafulltrúar starfsmanna grunnskóla mættu á fundinn kl. 17:15.
Í skýrslunni kemur fram á á skólaárinu 2013-2014 höfðu sálfræðingar sérfræðiþjónusta skóla komið að málum 22% grunnskólabarna (227)og var skipting þannig að hlutur drengja var 59% og stúlkna 41%. Sálfræðingar komu að málum 61 barns í leikskóla eða 15% og þar af 44% stúlkur og 56% drengir. Talmeinafræðingur kom að málum 55 barna í leikskólunum og iðjuþjálfi sinnti málum 56 leikskólabarna.
Í skýrslunni kemur fram á á skólaárinu 2013-2014 höfðu sálfræðingar sérfræðiþjónusta skóla komið að málum 22% grunnskólabarna (227)og var skipting þannig að hlutur drengja var 59% og stúlkna 41%. Sálfræðingar komu að málum 61 barns í leikskóla eða 15% og þar af 44% stúlkur og 56% drengir. Talmeinafræðingur kom að málum 55 barna í leikskólunum og iðjuþjálfi sinnti málum 56 leikskólabarna.
7.Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015
1412139
Gögn frá aðalbókara Akraneskaupstaðar um rekstur stofnana sem heyra undir skóla- og frístundasvið fyrstu tvo mánuði ársins
Fjárhagsstaða skóla- og frístundasviðs lögð fram.
Margrét Þóra og Guðríður viku af fundi kl. 17:34.
Margrét Þóra og Guðríður viku af fundi kl. 17:34.
8.Grunnskólastarf 2015-2016
1503155
Á næsta skólaári 2015-2016 munu allnokkrar breytingar eiga sér stað í kjölfar nýrra kjarasamninga. Bæði er um að ræða að stöðugildum kennara mun fækka í kjölfar þess að nánast allir kennarar við grunnskólana á Akranesi afsöluðu sér kennsluafslætti og síðan mun nýtt vinnumat taka gildi frá og með næsta hausti. Undirbúningur vegna þess mun hefjast á næstu vikum.
Málin rædd. Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra falið að vinna málin áfram með Hrönn Ríkharðsdóttur skólastjóra Grundaskóla og Magnúsi V. Benediktssyni skólastjóra Brekkubæjarskóla.
9.Grundaskóli - sérfæði
1502092
Í greinargerðum sem borist hafa frá grunnskólunum þá eru 6 nemendur í Grundaskóla með bráðaofnæmi og 7 nemendur í Brekkubæjarskóla. Auk þeirra eru margir nemendur með fæðuóþol.
Í Grundaskóla er hægt er að velja mat út frá matseðli og sleppa þar með þeim máltíðum sem valdið geta ofnæmi. Ekki hefur verið í boði að elda sérfæði fyrir þessa nemendur.
Í Brekkubæjarskóla er reynt að taka tillit nemenda með bráðaofnæmi og borða flestir þeirra hádegismat í mötuneytinu(6).
Í Grundaskóla er hægt er að velja mat út frá matseðli og sleppa þar með þeim máltíðum sem valdið geta ofnæmi. Ekki hefur verið í boði að elda sérfæði fyrir þessa nemendur.
Í Brekkubæjarskóla er reynt að taka tillit nemenda með bráðaofnæmi og borða flestir þeirra hádegismat í mötuneytinu(6).
Skóla- og frístundaráð felur Hrönn Ríkharðsdóttur skólastjóra að ræða við foreldra um hvaða leiðir eru færar til að koma til móts við börn með bráðaofnæmi í mötuneytum skólans.
10.Saman hópurinn - styrkbeiðni
1503132
Samanhópurinn hefur sótt um styrk frá Akraneskaupstað á hverju ári og hefur sú umsókn fengið jákvæða umfjöllun. Verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarna tekur þátt í starfi Samanhópsins.
Málinu er frestað til næsta fundar.
11.Mannfjöldaspá 2015
1503092
Vífill Karlsson hefur tekið saman mannfjöldaspá fyrir Akranes fyrir árin 2020-2025 að beiðni Akraneskaupstaðar.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 18:30.