Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs
1412138
Bæjarstjórn ákvað að leggja kr. 3.500.000 í nýjan Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs á árinu 2015.
Starfsreglur Þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs voru samþykktar á 7 fundi skóla- og frístundaráðs 3. febrúar sl. Úthlutunarnefnd sjóðsins sem er skipuð bæjarstjóra, formanni skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs leggur til við skóla- og frístundaráð breytingar á 3ju og 5. grein í starfsreglum sjóðsins.
Starfsreglur Þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs voru samþykktar á 7 fundi skóla- og frístundaráðs 3. febrúar sl. Úthlutunarnefnd sjóðsins sem er skipuð bæjarstjóra, formanni skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs leggur til við skóla- og frístundaráð breytingar á 3ju og 5. grein í starfsreglum sjóðsins.
2.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs úthlutun 2015
1506051
Bæjarstjórn ákvað að leggja kr. 3.500.000 í nýjan Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs á árinu 2015.
Tilgangurinn með þróunarsjóðnum er að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf á sviði skóla- og frístunda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breytingar í umhverfi og samfélagi. Skóla- og frístundasviði tilheyra sérfræðiþjónusta skóla, leikskólar, grunnskólar, Tónlistarskólinn á Akranesi, frístundamiðstöðin Þorpið og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Skólar, frjáls félagasamtök og aðrir aðilar geta verið samstarfsaðilar í þróunarverkefnunum. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og var umsóknarfrestur til og með 18. maí sl. Alls bárust þrjár umsóknir í sjóðinn.
*Garðasel: Verkefnið: "Lífið er leikur - að leika og læra"
*Vallarsel: Verkefnið: "Fjölmenningarlegt skólastarf í Vallarseli"
*Grundaskóli: Verkefnið: "Starfsþróun starfsmanna - fyrirlestraröð"
Tilgangurinn með þróunarsjóðnum er að styðja við þróunar- og nýsköpunarstarf á sviði skóla- og frístunda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breytingar í umhverfi og samfélagi. Skóla- og frístundasviði tilheyra sérfræðiþjónusta skóla, leikskólar, grunnskólar, Tónlistarskólinn á Akranesi, frístundamiðstöðin Þorpið og íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Skólar, frjáls félagasamtök og aðrir aðilar geta verið samstarfsaðilar í þróunarverkefnunum. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og var umsóknarfrestur til og með 18. maí sl. Alls bárust þrjár umsóknir í sjóðinn.
*Garðasel: Verkefnið: "Lífið er leikur - að leika og læra"
*Vallarsel: Verkefnið: "Fjölmenningarlegt skólastarf í Vallarseli"
*Grundaskóli: Verkefnið: "Starfsþróun starfsmanna - fyrirlestraröð"
Úthlutunarnefnd er skipuð bæjarstjóra, formanni skóla- og frístundaráðs og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Úthlutunarnefnd gerir eftirfarandi tillögu til skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja:
Vallarsel kr. 3.100.000
Garðasel kr. 400.000
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu úthlutunarnefndar um syrkveitingu. Skóla- og frístundaráð felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að svara umsækjendum.
Vallarsel kr. 3.100.000
Garðasel kr. 400.000
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu úthlutunarnefndar um syrkveitingu. Skóla- og frístundaráð felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að svara umsækjendum.
3.Launað námsleyfi
1505024
Umsókn hefur borist um launað námsleyfi frá aðstoðarskólastjóranum í Garðaseli vegna skólaársins 2015-2016.
Kristinn vék af fundi kl. 17:07.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er áætlað fjármagn í fjárhagsáætlun ársins í námsleyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar.
Kristinn mætti aftur á fundinn kl. 17:12.
Björg og Guðríður viku af fundi kl. 17:14.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er áætlað fjármagn í fjárhagsáætlun ársins í námsleyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar.
Kristinn mætti aftur á fundinn kl. 17:12.
Björg og Guðríður viku af fundi kl. 17:14.
4.Tillögur til úrbóta í framtíðarhúsnæðismálum grunnskóla -
1302141
Starfshópur sem bæjarstjórn skipaði í desember 2012 m.a. til að kanna þörf á aukningu húsnæðis fyrir grunnskóla til lengri tíma, skilaði af sér í júní 2013. Þar voru lagðar fram nokkrar hugmyndir, sem eru enn til skoðunar.
Skóla- og frístundaráð hefur falið Gunnari Gíslasyni starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að vinna áfram með málið í ljósi nýrra upplýsinga um mannfjöldaspá fyrir Akranes árin 2015-2025 sem Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV vann fyrir Akraneskaupstaða og hefur nýlega skilað til skóla- og frístundaráðs.
Með hliðsjón af þessum vangaveltum er óskað eftir því að starfsmenn og stjórnendur grunnskólanna gefi sér tíma á starfsdögum næstkomandi haust til að velta fyrir sér hugsanlegum lausnum á húsnæðismálum grunnskólanna. Verða þær hugmyndir og vangaveltur sem fram koma í þessari vinnu nýttar til að móta nýjar lausnir í samráði við alla hagsmunaaðila skólasamfélagsins á Akranesi. Er gert ráð fyrir því að þeirri vinnu ljúki upp úr næstu áramótum.
Skóla- og frístundaráð hefur falið Gunnari Gíslasyni starfandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að vinna áfram með málið í ljósi nýrra upplýsinga um mannfjöldaspá fyrir Akranes árin 2015-2025 sem Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV vann fyrir Akraneskaupstaða og hefur nýlega skilað til skóla- og frístundaráðs.
Með hliðsjón af þessum vangaveltum er óskað eftir því að starfsmenn og stjórnendur grunnskólanna gefi sér tíma á starfsdögum næstkomandi haust til að velta fyrir sér hugsanlegum lausnum á húsnæðismálum grunnskólanna. Verða þær hugmyndir og vangaveltur sem fram koma í þessari vinnu nýttar til að móta nýjar lausnir í samráði við alla hagsmunaaðila skólasamfélagsins á Akranesi. Er gert ráð fyrir því að þeirri vinnu ljúki upp úr næstu áramótum.
Gunnar og Svölu falið að senda bréf til skólastjórnenda og skipuleggja vinnufund í samráði við skólastjórnendur með starfsfólki í ágúst.
5.Stoðþjónusta skóla Akranesi - endurmat
1401209
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 21. maí sl. viðbótarstöðugildi í stoðþjónustu Grundaskóla í samræmi við tillögur skóla- og frístundaráðs en felur skóla- og frístundaráði að koma með tillögur til hagræðingar til þess að mæta þessum kostnaðarauka.
Skóla- og frístundaráð felur Gunnari Gíslasyni starfandi sviðsstjóra og Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra skóla- og frístundasviðs að koma með tillögur til hagræðingar.
Magnús, Elísabet og Elís Þór viku af fundi kl. 17:53.
Magnús, Elísabet og Elís Þór viku af fundi kl. 17:53.
6.Brettagarður á Akranesi
1505018
Borist hefur erindi frá ungu áhugafólki um brettagerð á Akranesi. Bréfið var lagt fram í bæjarráði sem vísaði því til skóla- og frístundaráðs.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að kanna í samvinnu við skipulags- og umhverfissvið hvaða hugmyndir bréfritarar hafa slíkan garð.
7.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2015
1504134
Umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3-18 ára fyrir árið 2015. Umsóknir voru teknar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs 19. maí sl. en afgreiðslu var frestað.
Skóla- og frístundaráð fór yfir fyrirliggjandi umsóknir og leggur fram tillögur til bæjarráðs um afgreiðslu styrkja samtals kr. 10.900.000-
8.Reglur um barna- og unglingastarf / tómstundir á Akranesi 2008
1504111
Styrkir til tómstunda- og íþróttafélaga á Akranesi sem eru með virka iðkendur/þátttakendur á aldrinum 3-18 ára eru veittir árlega með það að markmiðið að halda uppi öflugu félags-, tómstunda- og íþróttastarfi fyrir börn og ungmenni á þessum aldri. Þær viðmiðunarreglur sem eru í gildi og tekið er mið af við úthlutun styrkja eru frá árinu 2008.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að viðmiðunarreglurnar verði endurskoðaðar haustið 2015.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Skóla- og frístundaráð samþykkir þessar tillögur.
Grein nr. 3 verður svo hljóðandi:
Úthlutað er úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs í febrúar. Skóla- og frístundaráð skipar úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og metur þær. Í úthlutunarnefnd sitja bæjarstjóri, formaður skóla- og frístundaráðs og sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs. Nefndin gerir tillögu til skóla- og frístundaráðs um úthlutun.
Grein nr. 5. Verður svo hljóðandi:
Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs með tölvupósti til starfsmanna skóla- og frístundasviðs fyrir 1. janúar ár hvert.
Umsóknir í Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs skulu berast fyrir 31. janúar ár hvert. Umsækjendur skulu fylla út sérstakt umsóknareyðublað. Aðeins er hægt að sækja um styrk fyrir verkefni ef skólastjóri eða yfirmaður stofnunar samþykkir umsókn.