Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

26. fundur 15. desember 2015 kl. 08:00 - 09:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun grunnskóla Akraneskaupstaðar 2015-2016

1509085

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 skulu skólastjórnendur grunnskóla gefa árlega út starfsáætlun þar sem gert er grein er frá árlegri starfsemi skólans þar á meðal skóladagatali, foreldrasamstarfi, viðfangsefni innra mats, umbótaáætlun, tengslum leikskóla og grunnskóla, stoðþjónustu.
Á fundinn mættu kl. 8:00 Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda, Ingibjörg Haraldsdóttir kennari Brekkubæjarskóla og Elís Þór Sigurðsson kennari Grundaskóla áheyrnarfulltrúar starfsmanna í grunnskólum og Alexander Eck fulltrúi foreldra í Grundaskóla, áheyrnarfulltrúar foreldra.

Starfsáætlanir Brekkubæjarskóla og Grundaskóla fyrir skólaárið 2015-2016 lagðar fram. Ráðið þakkar skólastjórnendum fyrir góða vinnu í tengslum við starfsáætlanir.
Kristinn Hallur mætti á fundinn kl. 8:14.

Umræður um ábyrgð og umsjón með skólamannvirkjum, efla foreldrasamstarf, námstími og frímínútur og upplýsingamiðlun til foreldra.
Skóla- og frístundaráð staðfestir starfsáætlanir skólanna.

2.Skóladagatal 2016-2017

1512130

Undirbúningur er hafinn við gerð skóladagatals 2016-2017. Við undirbúning og gerð skóladagatals skólaárið 2015-2016 óskuðu starfsmenn beggja grunnskóla eftir frekari aðkomu að þeirri vinnu.
Arnbjörg og Ingibjörg viku af fundi kl. 8:40.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir ábendingum, vegna undirbúnings við gerð skóladagatals 2016-2017, frá hagsmunaaðilum skólasamfélagsins; starfsfólki grunnskóla, foreldrum, nemendum, leikskólum, Tónlistarskólanum á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Óskað er eftir að ábendingar berist ráðinu fyrir 12. janúar 2016.

Fundi slitið - kl. 09:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00