Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

33. fundur 09. mars 2016 kl. 16:30 - 17:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Alexander Eck áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Samræmd könnunarpróf 2016-2017

1602157

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur, að fenginni tillögu frá Menntamálastofnun, ákveðið að breyta fyrirkomulagi lögbundinna samræmdra könnunarprófa í grunnskólum.
Breytingin er tvenns konar.
Í fyrsta lagi hefur verið ákveðið að öll samræmd könnunarpróf verði lögð fyrir með rafrænum hætti frá og með haustinu 2016. Með því að gera prófin rafræn gefst kostur á fjölbreyttari leiðum við að prófa markmið skólastarfs, stytta vinnslutíma miðlægra prófa, bjóða upp á sveigjanleika í fyrirlögn, auðvelda stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfir og gefa kost á að laga próffyrirlögn að hæfni nemenda.
Í öðru lagi hefur verið ákveðið að samræmd könnunarpróf sem undanfarin ár hafa verið haldin að hausti í 10. bekk færist til vors í 9. bekk. Því verður ekkert próf haldið í 10. bekk haustið 2016 en þeir sem verða í 10. bekk á næsta skólaári munu þreyta próf vorið 2017 á sama tíma 9. bekkingar. Með því að færa 10. bekkjar könnunarprófið í 9. bekk gefst nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum meira svigrúm til þess að nýta sér niðurstöðurnar til að bregðast við og móta áherslur í námi í 10. bekk.
Samræmd könnunarpróf skólaárið 2016 til 2017 verða haldin eftirfarandi daga:
Samræmd könnunarpróf í 4. bekk árið 2016.
29. sept.- íslenska
30. sept. - stærðfræði
Samræmd könnunarpróf í 7. bekk árið 2016.
22. sept. - íslenska
23. sept. - stærðfræði
Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk árið 2017.
7. mars - íslenska
8. mars - enska
9. mars - stærðfræði
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi mætti á fundinn kl. 16:30.
Skóla- og frístundaráð lýsir áhyggjum sínum yfir því hvernig skólar eigi að framkvæma fyrirlagnir á samræmdum könnunarprófum með rafrænum hætti vegna skorts á viðeigandi tækjabúnaði. Skóla- og frístundaráð telur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði átt að hafa samráð við sveitarfélög um þessa ákvörðun áður en hún var tekin.

Ráðið felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að afla frekari upplýsinga frá Menntamálastofnun um framkvæmd prófa.

2.Breyting á grunnskólalögum - frumvarp

1602225

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á grunnskólalögum hafa verið lögð fram hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Unnt var að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 29. febrúar síðast liðnum.
Með frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar með nýjum og skýrum lagaákvæðum um starfsemi sjálfstætt rekinna grunnskóla. Frumvarpsdrögin geyma einnig tillögur um breytingar á reglum grunnskólalaga um samvinnu sveitarfélaga um grunnskólahald, sbr. 4. gr. frumvarpsins, og um breytingar á reglum grunnskólalaga um stjórnsýslukærur, sbr. 6. gr.
Frumvarpsdrögin eru samhljóða tillögum nefndar sem falið var að endurskoða lög um sjálfstætt starfandi grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóladagatal 2016-2017

1512130

Drög að skóladagatali 2016-2017 hafa farið til umsagnar hjá hagsmunaðilum skóla.
Drög lögð fram til kynningar.

Elís Þór Sigðursson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Svala Hreinsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 17:20

4.Starf skólastjóra í Grundaskóla

1602104

Fyrir fundinn var lagður nafnalisti umsækjenda um skólastjórastöðuna.
Umsækjendur eru:
Aðalbjörg Ingadóttir, aðstoðarskólastjóri í Norðlingaskóla
Anna Gréta Ólafsdóttir, skólastjóri Flóaskóla
Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla
Lind Völundardóttir, verkefnisstjóri
Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri í Grundaskóla

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00