Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

31. fundur 25. febrúar 2016 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Skóladagatal 2016-2017

1512130

Undirbúningur er hafinn við gerð skóladagatals 2016-2017. Skóla- og frístundaráð óskaði eftir ábendingum frá hagsmunaaðilum skólasamfélagsins, starfsfólki grunnskóla, foreldrum, nemendum, leikskólum, Tónlistarskólanum á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands, við gerð skóladagatalsins. Niðurstöður könnunar sem skóla- og frístundaráð óskaði eftir að yrði lögð fyrir foreldra nemenda í grunnskólum og starfsmanna grunnskóla um fyrirkomulag á vetrarfríi í grunnskólum liggja nú fyrir.
Á fundinn mættu Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda, Elís Þór Sigurðsson kennari Grundaskóla, Ingibjörg Haraldsdóttir kennari Brekkubæjarskóla áheyrnafulltrúar kennara, Alexander Eck og Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúar foreldra.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að foreldrar og starfsmenn grunnskóla eru fylgjandi fjölgun vetrarfrísdaga. Drög að skóladagatali voru lögð fram með tillögu um einn auka vetrarfrísdag að vori (10. febrúar 2017) samliggjandi skipulagsdegi (13. febrúar 2017). Lagt er til að vetrarfrí að hausti verði dagana 13.- 17. október 2016. Skóladagatalið fer nú til loka umræðu í skólunum meðal starfsfólks og skólaráðs og verður lagt fyrir skóla- og frístundaráð í mars til staðfestingar.

2.Tillögur til úrbóta í framtíðarhúsnæðismálum grunnskóla -

1302141

Gunnar Gíslason ráðgjafi skóla- og frístundasviðs hefur tekið saman tillögur um framtíðarlausnir í húsnæðismálum grunnskólanna. Upplýsingar um mannfjöldaspá fyrir Akranes árin 2015-2025 og þær tillögur sem óskað var eftir að starfsmenn og skólastjórnendur legðu fram sem hugsanlega lausnir á húsnæðismálum voru meðal annars hafðar til hliðsjónar við þá vinnu.
Að teknu tilliti til þeirra forsendna sem meðal annars koma fram í mannfjöldaspám og breytingum sem vænta má með nýju fyrirkomulagi samræmdra prófa er ekki ráðlegt að byggja nýjan grunnskóla á næstu árum. Hugmyndir sem snúa að breytingum og tilfærslum á nýtingu núverandi skólahúsnæðis voru lagðar fram í skóla- og frístundaráði. Miðað við stöðuna í dag er brýnast að bæta við fjórðu lausu kennslustofunni við Grundaskóla sumarið 2016. Því samfara er mælt með að breyta Gryfjunni í Grundaskóla í kennslurými.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að fjórðu lausu kennslustofunni verði komið fyrir við Grundaskóla sumarið 2016 svo unnt sé að hefja þar skólastarf með eðlilegum hætti í ágúst. Þannig gefst tækifæri til að nýta rýmið fyrir heilan árgang nemenda. Kostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður kr. 25.000.000-.
Skóla- og frístundaráð samþykkir einnig að leggja til við bæjarráð að breyta Gryfjunni í Grundaskóla í kennslurými. Kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður kr. 3.000.000-. Með þessum aðgerðum næst mun betri nýting á kennslurými skólans með tilliti til þess nemendafjölda sem áætlaður er næstu árin.

Skóla- og frístundaráð vísar öðrum tillögum til frekari vinnslu og umræðu í skólasamfélaginu og felur skólaskrifstofunni að leiða þá umræðu. Í kjölfar þeirrar umræðu er hægt að koma ábendingum á framfæri til skóla- og frístundaráðs fyrir 15. apríl 2016. Í kjölfar þess telur skóla- og frístundaráð mikilvægt að stofnaður verði starfshópur til að vinna framkvæmda- og kostnaðaráætlun.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00