Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

35. fundur 05. apríl 2016 kl. 17:00 - 18:25 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Ársþing ÍA 2016

1603117

Miðvikudaginn 13. apríl 2016 verður 72. ársþing ÍA haldið. Dagskráin tekur mið af lögum félagsins auk þess sem hátíðarbragur verður á þinginu því ÍA fagnar 70 ára afmæli á árinu 2016.
Á fundinn mættu Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA, Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varaformaður ÍA og Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA.

Skóla- og frístundaráð óskar Íþróttabandalagi Akraness til hamingju með 70 ára afmælið og þakkar ÍA fyrir það mikilvæga starf sem það sinnir í bæjarfélaginu.

2.ÍA - samráð og samstarf

1504152

Skóla- og frístundaráð og stjórn ÍA hafa sammælst um að eiga samráð og samstarf varðandi aðstöðumál, viðhaldsverkefni og stefnumótun.
Farið var yfir gildandi samning um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Fulltrúar ÍA og ráðsins munu vinna áfram að endurskoðun samningsins.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00