Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

36. fundur 15. apríl 2016 kl. 08:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason
Fundargerð ritaði: Gunnar Gíslason ráðgjafi
Dagskrá
Í upphafi fundar var Nadezcu Eddu Tarasovu minnst.

1.Skóladagatal 2016-2017

1512130

Drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2016-2017 liggja nú fyrir.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi drög skólastjóra Brekkubæjarskóla og Grundaskóla að skóladagatali fyrir skólaárið 2016-2017.

2.Stjórnskipulag Grundaskóla

1604109

Skólastjórnendur Grundaskóla hafa ákveðið að breyta stjórnskipuriti skólans á næsta skólaári. Auglýst hefur verið eftir tveimur 50% stöðum deildarstjóra verkefna við skólann frá og með næsta skólaári.
Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla fór yfir fyrirhugaðar breytingar á skipuriti skólans. Undanfarin ár hafa verið starfandi við skólann verkefnisstjórar sem hafa einnig gengt stöðum umsjónarkennara. Stjórnendaheimild skólans er 3.1 stöðugildi og því fellur þessi breyting innan þeirra heimilda sem skólinn hefur til umráða.

3.Uppsögn á starfi

1604104

Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2016. Lárus hefur stýrt öflugu tónlistarstarfi í skólanum í um 30 ár.
Skóla- og frístundaráð þakkar Lárusi fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur.
Skóla- og frístundaráð felur starfandi sviðstjóra skóla- og frístundasviðs að hafa yfirumsjón með ráðningaferli á nýjum skólastjóra og ganga frá auglýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

4.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1602089

Skóla- og frístundaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00