Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Niðurgreiðsla vegna daggæslu hjá dagforeldrum og innritunarreglur á leikskóla - áskorun til Akranesk
1610149
Tillaga um breytingar á niðurgreiðslum vegna daggæslu hjá dagforeldrum.
Tillaga um stofnun starfshóps.
Tillaga um stofnun starfshóps.
2.Læsi í leik- og grunnskólum
1602165
Skýrsla um læsi í leik- og grunnskólum.
Máli frestað til næsta fundar.
3.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi (2016).
1608135
Tillögur verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnamála um mögulega framkvæmd og kostnað sumar- og leikjanámskeiða.
Heiðrún Janusardóttir tók sæti á fundinum.
Heiðrún Janusardóttir tók sæti á fundinum.
Samþykkt að fela Frístundamiðstöðinni Þorpinu að starfrækja sumar- og leikjanámskeið fyrir Akraneskaupstað sumarið 2017 fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Jafnframt er óskað eftir nákvæmri kostnaðaráætlun sem vísað verður til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. Sviðsstjóra og verkefnastjóra falið að fara í samstarf við velferðar- og mannréttindasvið vegna liðveislu við börn og ungmenni.
Heiðrún víkur af fundi kl. 17:40.
Heiðrún víkur af fundi kl. 17:40.
4.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1606079
Forgangsröðun skóla- og frístundasviðs vegna fjárhagsáætlunar 2017
Bókun frá fulltrúa Samfylkingarinnar:
"Nú þegar fréttir berast af því að samningar hafi tekist um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, má ætla að fjárhagsleg staða bæjarfélagsins horfi til betri vegar. Mikilvægt er að þeim fjárheimildum sem við þetta skapast verði varið í þágu fjölskyldna í bænum og þar hlýtur að vera forgangsatriði að hlúa betur að skólastofnunum á Akranesi sem um langa hríð hafa þurft að búa við þröngan kost.
Forgangsverkefni er að Akraneskaupstaður stígi nú afgerandi skref í þá átt að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla."
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
"Nú þegar fréttir berast af því að samningar hafi tekist um yfirtöku ríkisins á lífeyrisskuldbindingum Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, má ætla að fjárhagsleg staða bæjarfélagsins horfi til betri vegar. Mikilvægt er að þeim fjárheimildum sem við þetta skapast verði varið í þágu fjölskyldna í bænum og þar hlýtur að vera forgangsatriði að hlúa betur að skólastofnunum á Akranesi sem um langa hríð hafa þurft að búa við þröngan kost.
Forgangsverkefni er að Akraneskaupstaður stígi nú afgerandi skref í þá átt að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla."
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Fundi slitið - kl. 18:30.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að breyta reglum um niðurgreiðreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum frá og með 1. janúar 2017. Frá þeim tíma mun Akraneskaupstaður taka upp fyrirframgreiðslur og er sviðsstjóra falið að vinna að frekari útfærslu á reglum um niðurgreiðslur, m.a. að höfðu samráði við dagforeldra og leggja nýjar reglur fram til samþykktar á seinni fundi nóvembermánaðar.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að stofna starfshóp til að koma með tillögur að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar hvað varðar innritun barna á leikskóla og reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum. Lagt er til að hópinn skipi fulltrúi skóla- og frístundaráðs, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi dagforeldra og fulltrúi foreldra sem stóðu að áskorun til bæjarsins. Hópnum verður sett erindisbréf.
Ingunn og Elín viku af fundi kl. 17:00.