Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

57. fundur 21. mars 2017 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Bæjarstjóri, Sævar Freyr Þráinsson, sat fundinn.

1.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2017

1610022

Tillaga sviðsstjóra. Breyting á fyrirkomulagi sumaropnunar leikskóla Akraneskaupstaðar.
Ingunn Ríkharðsdóttir og Írís Sigurðardóttir tóku sæti á fundinum undir lið 1 og 2.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um breytt fyrirkomulag á opnun leikskóla á Akranesi sumarið 2017. Jafnframt óskar ráðið eftir að fá kynningu frá leikskólastjórum í september mat á tilrauninni og tillögum að framtíðarfyrirkomulagi.

2.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar

1504007

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til breytingar á verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar, til samræmis við tillögu um breytingu á sumaropnun og til innri samræmingar á greinum í verklagsreglum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að breytingum á verklagsreglum um leikskóla Akraneskaupstaðar sem hér segir
Breytingin verði eftirfarandi:
gr. 2.3 verði:
Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Leikskóla- og fæðisgjald er eingöngu fellt niður þann tíma. (sem sumarlokun leikskóla stendur.)
Óski foreldrar eftir því að taka fimm vikna samfellt sumarleyfi er 5. vikan einnig gjaldfrjáls. Óski foreldri eftir því að taka lengra sumarleyfi eða taka það á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun leikskóla, skal fella niður fæðisgjald ef um er að ræða tvær vikur eða lengri fjarvistir samfellt. Leikskólarnir loka fjóra daga á ári vegna skipulags- og fræðsludags. Þeir dagar skulu vera valdir með tilliti til skipulagsdaga í grunnskólunum eða þegar grunnskólanemendur sækja ekki skóla. Leikskólagjald er ekki fellt niður vegna þessara daga.

gr. 3.5. verði:
Geti barn ekki sótt leikskóla vegna veikinda í fjórar vikur samfellt eða lengur geta foreldrar sótt um allt að 50% afslátt af dvalargjaldi á leikskóla og 100% niðurfellingu fæðisgjalds. Afsláttur er veittur fyrir þann tíma er veikindi vara gegn framvísun læknisvottorðs sem staðfestir að barnið hafi ekki getað sótt leikskóla.
Sækja verður um afsláttinn innan þriggja mánaða frá því að veikindum lýkur.

Ingunn og Íris viku af fundi kl. 17:30

3.Framlenging á deiliplássi.

1703109

Lagt fram erindi foreldris um framlengingu á deiliplássi á leikskóla.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að veita leikskólastjóra heimild til að framlengja samning um leikskóladvöl tveggja barna sem eru í deiliplássi á leikskólanum Akraseli þar til að leikskólagöngu þeirra lýkur. Unnt er að færa veigamikil rök fyrir, við þær sérstöku aðstæður sem uppi eru í málinu og einkum sökum þess að opnað var fyrir dvölina í upphafi, að heimild til að framlengja samning um leikskólavist barnsins að hámarki til loka leikskólagöngu. Með þeim hætti er ákvörðunin ekki fordæmisgefandi fyrir aðra sem kunna að vera í þeirri stöðu að fara með sameiginlega forsjá barns. Áfram munu bæjaryfirvöld á Akranesi fylgjast með umræðunni á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Alþingis.

4.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur

1611149

Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA - upplýsingaöflun
Næsta skref er að boða til fundar með fulltrúum ÍA og aðalfulltrúum í skóla- og frístundaráði, fyrir mánaðarmót.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00