Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Ársskýrsla sérfræðiþjónustu skóla- og frístundasviðs 2016 - 2017.
1703201
Kynning sérfræðiþjónustu á umfangi og framkvæmd starfseminnar skólaárið 2016 - 2017.
2.Þjónusturáð skóla- og frístundasviðs sérúrræði 2016-2017
1605077
Skóla- og frístundaráði kynnt vinna og markmið Þjónusturáðs skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag stoðþjónustu í grunnskólum á Akranesi og fyrirkomulag á sérstökum stuðning við nemendur með metnar sérþarfir. Þjónusturáðið hefur haft menntastefnu ríkisins um skóla án aðgreiningar til hliðsjónar í þeirri vinnu.
3.Grundaskóli - Samningur Grundaskóla og Samgöngustofu vegna móðurskóla í umferðarfræðslu.
1703048
Umferðarfræðsla - Nýr samningur Grundaskóla og Samgöngustofu um umferðarfræðslu fyrir grunnskóla.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að náðst hafi að endurnýja samning Grundaskóla og Samgöngustofu um að Grundaskóli verði áfram móðurskóli í umferðarfræðslu á Íslandi.
Grundaskóli heldur því áfram þessu mikilvæga hlutverki sínu.
Eftirfarandi áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn kl: 18:00
Anney, Sigurður, Magnús, Heiðrún, Íris, Erla Ösp.
Grundaskóli heldur því áfram þessu mikilvæga hlutverki sínu.
Eftirfarandi áheyrnarfulltrúar yfirgáfu fundinn kl: 18:00
Anney, Sigurður, Magnús, Heiðrún, Íris, Erla Ösp.
4.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur
1611149
Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA - Upplýsingaöflun
Steinar Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Steinar Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð leggur til að samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness og Leigu- og rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og ÍA verði báðir framlengdir til 31.12.2017.
Skóla- og frístundaráð felur formanni ráðsins, í samvinnu við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og fulltrúa ÍA að vinna að drögum að nýjum samningi milli aðila sem nær til samskipta ÍA og Akraneskaupstaðar og leigu og rekstrar íþróttamannvirkja. Óskað er eftir að drög að nýjum samningi verði lögð fyrir skóla- og frístundaráð til umfjöllunar eigi síðar en 5. september 2017.
Skóla- og frístundaráð felur formanni ráðsins, í samvinnu við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og fulltrúa ÍA að vinna að drögum að nýjum samningi milli aðila sem nær til samskipta ÍA og Akraneskaupstaðar og leigu og rekstrar íþróttamannvirkja. Óskað er eftir að drög að nýjum samningi verði lögð fyrir skóla- og frístundaráð til umfjöllunar eigi síðar en 5. september 2017.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Eftirfarandi áheyranarfulltrúar yfirgáfu fundinn kl.16:45
Alexander, Hallbera, Anney, Íris, Jón Hjörvar.