Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Mötuneyti í leik- og grunnskólum.
1602167
Kynning á skýrslu starfshóps sem stofnaður var í febrúar 2016, með fulltrúum leik- og grunnskólanna, til að endurskoða rekstur, starfshætti og stefnu í leik- og grunnskólum Akraneskaupstaðar.
2.Tómstundaframlag Akraneskaupstaðar
1703033
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra vegna bókunar á 56. fundi skóla- og frístundaráðs þann 7.3. 2017 um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar.
Erindinu vísað til næsta fundar og óskað eftir frekari kostnaðargreiningu í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir umsögn skólastjóra grunnskólanna á mönnun mötuneyta skólanna og þeirrar þjónustu sem þeim er ætlað að veita.
Jafnframt er óskað eftir að sviðsstjóri leiti tilboða í úttekt á matseðlum leik- og grunnskólanna út frá gæðum og næringargildi og að fjármálastjóri Akraneskaupstaðar komi inn á næsta fund ráðsins og fari yfir hugmyndir um æskilegt fyrirkomulag innkaupa mötuneyta leik- og grunnskóla.
Fjármálastjóri kynni jafnframt fjölda matarskammta miðað við stöðugildafjölda í mötuneytum.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi kl.17:30
Arnbjörg, Sigurður Arnar, Anney, Erla, Hallbera og Íris.