Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

77. fundur 20. febrúar 2018 kl. 16:45 - 18:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskólar - fjölgun skipulagsdaga.

1802023

Erindi frá leikskólastjórum á Akranesi varðandi fjölgun skipulagsdaga fyrir starfsmenn.
Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir erindið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að falla frá fyrri ákvörðun fjölskylduráðs að binda tvo skipulagsdaga leikskólanna við fyrsta virkan dag nýs ár og fyrsta dag eftir páskaleyfi. Ennfremur samþykkir ráðið að hálfur mannauðsdagur Akraneskaupstaðar, sem haldinn er annað hvert ár, verði til viðbótar við þá fjóra skipulagsdaga sem fyrir eru.
Þórður Guðjónsson formaður tekur sæti á fundinum kl. 17:00.

2.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar

1504007

Lögð fram tillaga að endurskoðuðu verklagsreglum um starfsemi leikskóla.
Framlögð tillaga er samþykkt.
Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóri víkur af fundinum kl. 17:45.

3.Þorpið - þróunarverkefni / þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs

1802150

Kynning á þróunarverkefni Þorpsins sem hlaut styrk úr þróunarsjóði skóla- og frístundaráðs.
Skóla- og frístundaráð þakkar deildarstjóra dagstarfs Þorpsins fyrir kynninguna.
Ruth Jörgensdóttir tekur sæti sem fulltrúi Þorpsins á fundinum kl. 17:45.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00