Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Leikskólar - fjölgun skipulagsdaga.
1802023
Erindi frá leikskólastjórum á Akranesi varðandi fjölgun skipulagsdaga fyrir starfsmenn.
Þórður Guðjónsson formaður tekur sæti á fundinum kl. 17:00.
2.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar
1504007
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu verklagsreglum um starfsemi leikskóla.
Framlögð tillaga er samþykkt.
Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóri víkur af fundinum kl. 17:45.
3.Þorpið - þróunarverkefni / þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs
1802150
Kynning á þróunarverkefni Þorpsins sem hlaut styrk úr þróunarsjóði skóla- og frístundaráðs.
Skóla- og frístundaráð þakkar deildarstjóra dagstarfs Þorpsins fyrir kynninguna.
Ruth Jörgensdóttir tekur sæti sem fulltrúi Þorpsins á fundinum kl. 17:45.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að falla frá fyrri ákvörðun fjölskylduráðs að binda tvo skipulagsdaga leikskólanna við fyrsta virkan dag nýs ár og fyrsta dag eftir páskaleyfi. Ennfremur samþykkir ráðið að hálfur mannauðsdagur Akraneskaupstaðar, sem haldinn er annað hvert ár, verði til viðbótar við þá fjóra skipulagsdaga sem fyrir eru.