Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

78. fundur 06. mars 2018 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Foreldraráð Grundaskóla (foreldrafélag)

1802344

Staða húsvarðar við Grundaskóla
Sigurður Arnar Sigurðsson og Jófríður María Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráð þakkar erindið og hvetur til þess að fundin verði varanleg lausn á fyrirkomulagi húsvörslu skólamannvirkja Akraneskaupstaðar. Skóla- og frístundaráð óskar eftir að fá kynningu frá skipulags- og umhverfissviði.

2.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur

1611149

Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA
Kynning á stöðu máls.

3.Þjónustuþörf nemenda

1802385

Málefni nemanda - Trúnaðarmál
Samþykkt að vísa erindinu til bæjarráðs.

4.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018

1710094

Tillaga að endurskoðuðum texta í gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá íþróttamannvirkja samþykkt og vísað í bæjarráð.
Tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá tónlistarskóla Akraness samþykkt og vísað í bæjarráð

5.Stuðningur við afreksíþróttafólk

1803017

Skóla- og frístundráð leggur til að veittur verði styrkur til stuðnings afreksíþróttafólki. Unnið verði að verklagsreglum afreksstyrkja samhliða endurskoðun á úthlutunarreglum úr íþrótta- og menningarsjóði. Um væri að ræða tímamótastyrk fyrir framúrskarandi íþróttafólk, einstaklinga sem skipa sér með árangri sínum með þeim fremstu í heiminum. Þessu til hliðsjónar verði horft til afreksstefnu ÍSÍ.

Erindinu er frestað.



Sigríður Indriðadóttir víkur af fundi kl. 18:00.

6.Heilsueflandi samfélag

1802269

Erindi frá ÍA - Heilsueflandi samfélag
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir taka sæti á fundinum kl. 18:10.

Skóla- og frístundaráð fagnar tillögu ÍA og leggur til við bæjarráð að stofnað verði þverfaglegt teymi sem gerir tillögu að stefnumörkun og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í átt að heilsueflandi samfélagi.

7.Aðgerðaáætlun ÍA gegn hvers kyns ofbeldi.

1801280

Kynning á vinnu ÍA við gerð siðareglna, viðbragðsáætlana og fræðslu um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.
Skóla- og frístundaráð fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað hjá ÍA við gerð jafnréttisstefnu og stefnu um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi sem nú er lokið. Jafnframt er vinna ÍA við gerð viðbragðs- og fræðsluáætlunar á lokastigi. Gert er ráð fyrir að allri vinnu verði lokið í byrjun apríl og áætlanir lagðar fyrir aðalfund ÍA þann 12. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00