Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Garðasel - fyrirkomulag skipulagsdaga
1805153
Erindi frá leikskólanum Garðaseli til skóla- og frístundaráðs vegna skipulagsdaga skólaárið 2018 - 2019.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu leikskólastjóra Garðasels.
2.Hagir og líðan ungs fólks á Akranesi 2018
1805139
Hagir og líðan ungs fólks á Akranesi.
Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8.,9., og 10. bekk árið 2018. Rannsóknina framkvæmdi Rannsóknir og greining ehf.
Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8.,9., og 10. bekk árið 2018. Rannsóknina framkvæmdi Rannsóknir og greining ehf.
Opinn dagskrárliður:
Verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnamála kynnti niðurstöður rannsóknar. Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi þess að niðurstöður verði kynntar foreldrum, annars vegar á heimasíðu bæjarins og á kynningarfundi í haust.
Verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnamála kynnti niðurstöður rannsóknar. Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi þess að niðurstöður verði kynntar foreldrum, annars vegar á heimasíðu bæjarins og á kynningarfundi í haust.
3.Útileikvöllur fyrir fullorðna (íþróttir fyrir fullorðna)
1711030
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti tillögu á fundi sínum 24. október 2017 um uppsetningu á útileikvelli fyrir fullorðna. Málinu var vísað til skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs. Verkefnastjóra á skóla- og frístundasviði og umhverfisstjóra á skipulags- og umhverfissviði var falið að afla upplýsinga um tæki og staðsetningu.
Skóla- og frístundaráð þakkar kynninguna og fagnar fyrirliggjandi hugmynd.
4.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2018 - úthlutun
1804150
Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar hefur fengið úthlutað úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2018 - 2019 kr. 972.000 til þess að halda námskeið um eftirfarandi:
Samvinna foreldra um nám og líðan barna.
Lærdómssamfélag - Leiðbeinandi vinnubrögð
Bekkjarbragur
Samvinna foreldra um nám og líðan barna.
Lærdómssamfélag - Leiðbeinandi vinnubrögð
Bekkjarbragur
Til kynningar.
5.Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og ÍA
1805155
Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akranes um endurnýjun samnings um íþrótta og æskulýðsstarf á Akranesi.
Til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.