Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

96. fundur 28. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Samstarf við FVA- húsnæðismál

1811222

Kynning á stöðu mála varðandi samstarf um nýtingu á húsnæði FVA.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í Brekkubæjarskóla,Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í Grundaskóla, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í Brekkubæjarskóla og Erla Ösp Lárusdóttir fulltrúi foreldra í Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir upplýsingarnar og óskar eftir að fá kynningu á framvindu málsins eftir rýnifundi með nemendum, starfsfólki og foreldrum.

2.Innritun í leikskóla 2019

1901191

Framhaldsumræða um innritun í leikskóla 2019.
Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Heiða Björg Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

3.Ljósabekkur - athugasemdir við rekstur

1901275

Erindi varðandi rekstur ljósabekkjar í íþróttamannvirkjunum á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til frekari úrvinnslu sviðsstjóra og bæjarstjóra. Málið tekið fyrir aftur þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

4.Styrkir vegna menningar- og íþróttamála 2019

1812034

Framhaldsumræða um tillögur að úthlutun styrkja til menningar- og íþróttamála.
Tillaga samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00