Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Tillaga ungmennráðs um samráðshóp
1811221
Tillaga skóla- og frístundaráðs um skipan og inntak starfshóps um mótun framtíðarstefnu um vettvang fyrir ungt fólk.
2.Starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi
1808057
Áfangaskil starfshóps um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi.
Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla, Sylvía Hera Skúladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla, Ingunn Ríkharðsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Vilborg Valgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum starfshópsins fyrir greinagóða kynningu.
Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum starfshópsins fyrir greinagóða kynningu.
3.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála
1902095
Bæjarráð samþykkti að fela skóla- og frístundaráði að móta tillögu um stofnun starfshóps um framtíðarskiplag mötuneytismála.
Umræðu vísað til næsta fundar.
4.Vinna ungmenna á skemmtunum
1902154
Erindi frá Brúnni vegna vinnu ungmenna á skemmtunum.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og tekur undir ábendingar Brúarinnar.
Sviðsstjóra falið að senda ábyrgðarmönnum áskorun um að virða aldurstakmörk þeirra sem starfa á skemmtunum.
Sviðsstjóra falið að senda ábyrgðarmönnum áskorun um að virða aldurstakmörk þeirra sem starfa á skemmtunum.
5.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs- vor 2019
1811069
Yfirferð og úthlutun styrkja úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs vor 2019.
Tillaga samþykkt og vísað til bæjarráðs.
6.Samstarf við FVA- húsnæðismál
1811222
Kynning á stöðu mála varðandi samstarf um nýtingu á húsnæði FVA.
Áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar og óskað eftir því að gögn frá rýnifundum, skólastjórum og kostnaðartölur verði lagðar fram.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Tillaga um fulltrúa í starfshópinn samþykkt.