Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Innritun í leikskóla 2019
1901191
Innritun í leikskóla haustið 2019.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar.
2.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum
1703194
Lögð fram til kynningar lokadrög af skýrslu starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa drögum að skýrslu í umsagnarferli á milli funda í skipulags- og umhverfisráð, velferðarráð, öldungarráð og ungmennaráð.
3.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs- haust 2019
1908194
Seinni úthlutun þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að þróunarsjóður verði auglýstur með áherslu á bætta líðan barna.
4.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar
1906161
Jafnréttisáætlun - endurskoðun
Skóla- og frístundaráð lýsir ánægju sinni með drög að Jafnréttisáætlun og óskar eftir því að þegar framkvæmdaáætlun liggur fyrir fái ráðið hana aftur til umsagnar ásamt framkvæmdaáætlun.
5.Íbúaþing um skólamál
1811110
Kynning á stöðu undirbúnings íbúaþings um skólamál.
Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra, Friðbjörgu Eyrúnu fyrir upplýsingarnar. Íbúaþing um skólamál verður haldið 2. október 2019 frá kl. 17:00-21:00 og frekari upplýsingar verða veittar á næsta fundi ráðsins.
Fundi slitið - kl. 17:15.