Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Heilsueflandi samfélag
1802269
Hildur Karen verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags fer yfir stöðu verkefnisins.
Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags fyrir góða kynningu og hvetur starfshópinn til árangursríkra starfa í vetur.
2.Samstarf um afþreyingu í vetrarfríum
1905384
Kynnt vinna Tómstundateymis Akraneskaupstaðar á stöðu verkefnis um að bjóða afþreyingu fyrir börn og fjölskyldur í vetrarfríinu í október 2019.
Heiðrún Janusardóttir situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða umfjöllun og hlakkar til að sjá afrakstur verkefnisins.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða umfjöllun og hlakkar til að sjá afrakstur verkefnisins.
3.Innritun í grunnskóla 2019
1902098
Upplýsingar um fjölda nemenda í grunnskólum Akraneskaupstaðar haustið 2019.
Breytingin á milli ára er þessi, í Brekkubæjarskóla er um 3,4% fjölgun nemenda á milli ára en um 1.4% fækkun í Grundaskóla. Alls fjölgar nemendum um 0,64% á milli ára.
4.Íbúaþing um skólamál
1811110
Kynning á væntanlegu íbúaþingi um skólamál þann 2. október nk.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með vinnu starfshópsins. Ráðið hvetur íbúa til að skrá sig á þingið en fyrirhugað er að opna fyrir skráningu þann 15. september nk.
Fundi slitið - kl. 17:30.